Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   lau 16. nóvember 2019 14:20
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Koeman: Depay var of ungur hjá United
Memphis Depay og Marcos Rojo.
Memphis Depay og Marcos Rojo.
Mynd: Getty Images
Manchester United keypti árið 2015 Memphis Depay frá PSV í Hollandi. Mikil spenna var fyrir Depay sem hafði sýnt frábær tilþrif í hollensku deildinni og greiddi United 25 milljónir punda fyrir leikmanninn.

Ronald Koeman, þjálfari hollenska landsliðsins, tjáði sig um tíma Depay hjá United í gær. Depay var gagnrýndur fyrir að sýna ekki nóg hjá Rauðu djöflunum.

„Mér finnst Depay toppleikmaður en hann var kannski of ungur og óreyndur hjá United," sagði Koeman.

„Hann er reyndari núna og það sem hann hefur sýnt með landsliðinu er frábært og ég er mjög glaður að við erum með hann innan okkar raða."

Depay skoraði sjö mörk í 45 leikjum með United á fyrstu leiktíð sinni með félaginu, þá var Louis van Gaal stjóri United. Jose Mourinho, sem tók við af Van Gaal, notaði Depay lítið og hann spilaði einungis fjóra deildarleiki undir stjórn Mourinho.

Depay fór til Lyon í janúar 2017 og hefur heillað marga aðdáendur knattspyrnunnar. Sumir stuðningsmenn United vilja sjá Depay aftur hjá félaginu. Depay er með klásúlu í samningi sínum sem gerir United kleift að kaupa leikmanninn aftur á ákveðna upphæð.
Athugasemdir
banner
banner