Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 16. nóvember 2019 16:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Kompany: Öll velgengni kemur í kjölfarið á mótlæti
Mynd: Getty Images
Vincent Kompany naut mikillar velgengni sem fyrirliði Manchester City. Hann var í dag í viðtali við The Guardian þar sem hann ræddi um velgengni og mótlæti.

„Allir kaflar í mínu lífi hafa byrjað á mótlæti og áföllum. Því hefur svo fylgt velgengni og dýrð í kjölfarið. Það kemur ekki með því að efast um sjálfan sig. Það kemur ekki með því að gefast upp í erfiðum aðstæðum. Það kemur með því að vera rólegur í mótlæti og læra af því."

Kompany starfar í dag sem spilandi þjálfari hjá Anderlecht í Belgíu. Hann er Belgi en hann er einnig tengdur Kongó. Hann hefur orðið fyrir rasisma fyrir kynþátt sinn.

„Ég á ekki erfitt með mótlæti, ég tækla það og læri af því. Það fallega við mótlæti er að þú lærir aldrei eins mikið og þegar þér gengur sem verst. Ef þú getur komið þér úr mótlæti hvað getur þá stöðvað þig?"

Kompany varð fjórum sinnum Englandsmeistari hjá City, tvisvar sinnum deildarmeistari með Anderlecht í fyrri tíð sinni hjá félaginu og vann bronsverðlaun með Belgíu á HM í fyrra.

Viðtalið við Guardian er ítarlegt. Þar ræðir Kompany um starf sitt hjá Anderlecht, tíma sinn hjá City, aðstoðina sem hann veitti Riyad Mahrez hjá City og margt fleiria. Greinina má lesa hér.
Athugasemdir
banner
banner