Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 16. nóvember 2019 22:04
Brynjar Ingi Erluson
Þjálfari Kósóvó: Kannski brjótum við lappirnar á Sterling
Bernard Challandes er ekki eins og fólk er flest
Bernard Challandes er ekki eins og fólk er flest
Mynd: Getty Images
Bernard Challandes, þjálfari Kósóvó, grínaðist með að brjóta lappirnar á Raheem Sterling á fréttamannafundi fyrir leik liðsins gegn Englendingum.

Kósóvó á ekki möguleika á að komast beint á EM en liðið fer í umspil sem fer fram í mars.

England er hins vegar komið á EM og er ljóst að Raheem Sterling mun byrja leikinn eftir að hafa verið utan hóps gegn Svartfjallalandi í síðasta leik eftir að hann réðst á Joe Gomez í matsalnum á æfingasvæði enska landsliðsins.

„Vondu fréttirnar fyrir okkur eru þær að Sterling mun spila og hann er einn af bestu leikmönnum heims. Marcus Rashford, Harry Kane og Tammy Abraham eru líka frábærir og England er með marga góða leikmenn. Hvort sem við spilum gegn Sterling eða ekki þá verðum við að spila vel."

„Hvernig á að stöðva Sterling? Kannski brjótum við á honum lappirnar en það er ekki okkar stíll. Við erum of góðir en við erum með gott lið og höfum sýnt það í undankeppninni,"
sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner