Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   fim 16. desember 2021 13:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Danijel vill reyna fyrir sér í fullorðinsbolta
Danijel með U19 ára landsliðinu í október.
Danijel með U19 ára landsliðinu í október.
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Danijel Dejan Djuric er leikmaður FC Midtjylland í Danmörku og spilar þar með U19 ára liði félagsins. Danijel er uppalinn Bliki og er fyrirliði U19 ára landsliðs Íslands.

Hann er sóknarsinnaður miðjumaður og hefur spilað vel á tímabilinu. Hann hefur skorað fjögur mörk í dönsku U19 deildinni og eitt mark í Evrópukeppni unglingaliða, þar hefur hann einnig lagt upp tvö mörk. Með varaliði Midtjylland hefur hann skorað tvö mörk í tveimur leikjum. Á æfingamóti á Marbella á dögunum skoraði hann þrjú mörk og lagði upp þrjú í fjórum leikjum með U19 ára liði.

Danijel verður nítján ára þann þriðja janúar og vill fara færa sig í fullorðinsbolta.

„Ég hef stundum æft með aðalliðinu og mun taka stöðuna með félaginu núna á næstunni hvernig framhaldið verður. Það er farið að kitla að spila aðallisbolta og mig langar að gera það sem fyrst. Eins og er er ég samt bara að njóta, nýt þess að hafa gaman og spila fótbolta," sagði Danijel.

„Mér líður eins og aðalliðsbolti muni henta mér vel út frá því hvernig leikmaður ég er. Ég myndi segja að ég sé hraður og teknískur sem nýtist vel gegn eldri leikmönnum," sagði Danijel.

Íslenska U19 ára landsliðið tryggði sér í október sæti í milliriðli fyrir lokakeppni EM. Danijel lagði upp tvö af fimm mörkum Íslands í undanriðlinum.

Sjá einnig:
Danijel: Stefni mjög hátt og mun gera allt til að ná þangað (18. apríl '20)
Athugasemdir
banner
banner