Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 17. janúar 2020 14:30
Elvar Geir Magnússon
Allir þagna þegar Pearson labbar inn í herbergið
Nigel Pearson.
Nigel Pearson.
Mynd: Getty Images
Watford hefur verið á mögnuðu skriði í ensku úrvalsdeildinni síðan Nigel Pearson tók við stjórnartaumunum. Liðið var í skítamálum á botni deildarinnar en undir Pearson hefur það náð að komast upp úr fallsæti.

Markvörðurinn Ben Foster hrósar Pearson í hástert og segir að hann hafi komið inn með meiri aga í leikmannahópinn.

„Stundum þarf að koma fram við fótboltamenn eins og þeir séu skólakrakkar og vera með smá hörku," segir Foster.

„Munurinn á Nigel og þeim sem voru á undan honum er sá að hann er stjóri en hinir voru þjálfarar. Nigel tekur stjórn á öllu í kringum liðið."

„Hann sér til þess að ef maður gerir mistök þá muni þau ekki endurtaka sig. Þegar hann gengur inn í herbergi þá er hann með stjórnina, allir aðrir hætta samstundis að tala."

„Samskiptahæfileikar hans eru magnaðir. Hann talar við fólk og kynnist öllum í kringum æfingasvæðið. Hann röltir um og fylgist með stöðunni á öllum."

Watford mætir Tottenham í hádegisleiknum á morgun.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Man City 32 22 7 3 76 32 +44 73
2 Arsenal 32 22 5 5 75 26 +49 71
3 Liverpool 32 21 8 3 72 31 +41 71
4 Aston Villa 33 19 6 8 68 49 +19 63
5 Tottenham 32 18 6 8 65 49 +16 60
6 Newcastle 32 15 5 12 69 52 +17 50
7 Man Utd 32 15 5 12 47 48 -1 50
8 West Ham 33 13 9 11 52 58 -6 48
9 Chelsea 31 13 8 10 61 52 +9 47
10 Brighton 32 11 11 10 52 50 +2 44
11 Wolves 32 12 7 13 46 51 -5 43
12 Fulham 33 12 6 15 49 51 -2 42
13 Bournemouth 32 11 9 12 47 57 -10 42
14 Crystal Palace 32 8 9 15 37 54 -17 33
15 Brentford 33 8 8 17 47 58 -11 32
16 Everton 32 9 8 15 32 48 -16 27
17 Nott. Forest 33 7 9 17 42 58 -16 26
18 Luton 33 6 7 20 46 70 -24 25
19 Burnley 33 4 8 21 33 68 -35 20
20 Sheffield Utd 32 3 7 22 30 84 -54 16
Athugasemdir
banner
banner