Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fös 17. janúar 2020 14:48
Elvar Geir Magnússon
Guardiola segir að Hodgson hljóti að leiðast heima hjá sér
Roy Hodgson, stjóri Palace.
Roy Hodgson, stjóri Palace.
Mynd: Getty Images
Pep Guardiola segir að Roy Hodgson hljóti að leiðast heima hjá sér fyrst hann er enn að þjálfa.

Guardiola og lærisveinar í Manchester City mæta Hodgson og hans mönnum í Palace á morgun. Guardiola á 49 ára afmæli á morgun.

„Þegar þú ert 72 ára en enn að þjálfa þá hlýtur þér að leiðast heima hjá þér," segir Guardiola.

„Þegar þú hættir að þjálfa er mikilvægt að gera aðra hluti. Ef þú ert ekki með nein áhugamál og ert bara heima hjá þér þá viltu snúa aftur."

„Ég hef áhuga á því að gera aðra hluti og ég mun gera það. Ég er ekki að segja að ég ætli að hætta í næstu viku eða á næsta ári. Ég held bara að ég verði ekki í þjálfun á þessum aldri, en ég útiloka ekkert."
Athugasemdir
banner
banner
banner