Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 17. janúar 2022 10:13
Elvar Geir Magnússon
Benítez gerði sér ekki grein fyrir stærð verkefnisins
Rekinn.
Rekinn.
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Rafael Benítez viðurkennir að hafa ekki gert sér grein fyrir því hversu stórt og erfitt verkefni væri hjá Everton þegar hann tók við liðinu. Benítez var rekinn í gær, innan við sjö mánuðum eftir að hann tók við af Carlo Ancelotti í júní í fyrra.

Everton hefur aðeins unnið einn af síðustu þrettán úrvalsdeildarleikjum og er í sextánda sæti í deildinni, sex stigum fyrir ofan fallsæti.

Sjá einnig:
Gjörbreytti öllu og seldi einn besta leikmanninn - Var svo rekinn

„Við vissum að þetta yrði ekki auðvelt. Þetta var stór áskorun, bæði tilfinningalega og hvað varðar íþróttina. Ást mín á borginni, Merseyside og fólkinu, fékk mig til að taka þessari áskorun en það er bara þegar þú ert kominn í starfið þar sem þú gerir þér grein fyrir stærð verkefnisins," sagði Benítez í yfirlýsingu.

„Frá fyrsta degi lagði ég og mitt starfslið allt í verkefnið. Við þurftum ekki bara að ná úrslitum heldur einnig að vinna fólk á okkar band. En fjárhagsstaða og svo meiðsli sem fylgdu gerðu vinnu okkar enn erfiðari."

Benítez hefur verið án mikilvægra leikmanna á þessu tímabili. Gylfi Þór Sigurðsson hefur ekkert spilað vegna þess máls sem á honum hvílir, Dominic Calvert-Lewin, Richarlison og Yerri Mina hafa mikið verið frá vegna meiðsla.

„Ég er sannfærður um að betur hefði gengið þegar meiddu leikmennirnir kæmu til baka og með tilkomu nýrra manna," segir Benítez en í þessum mánuði hefur Everton fengið Vitalii Mykolenko frá Dynamo Kiev, Nathan Patterson frá Rangers og Anwar El-Ghazi lánaðan frá Aston Villa. Lucas Digne var hinsvegar seldur til Villa.

„Leiðin að velgengni er erfið en í fótboltanum í dag er ekki mikil þolinmæði. Ég vil þakka stjórninni, starfsliðinu, leikmönnum og þeim aðdáendum liðsins sem hafa sýnt mér stuðning."

Sigurhlutfall Everton undir stjórn Benítez var 31,8%. Lægsta hlutfall Benítez hjá ensku félagsliði.

Margir innan Everton vilja fá Roberto Martínez, sem nú þjálfar Belgíu, aftur til félagsins. Þá eru Wayne Rooney, fyrrum leikmaður Everton og nú þjálfari Derby, og Graham Potter hjá Brighton meðal þeirra sem eru í umræðunni.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 34 24 5 5 82 26 +56 77
2 Liverpool 34 22 8 4 75 34 +41 74
3 Man City 32 22 7 3 76 32 +44 73
4 Aston Villa 34 20 6 8 71 50 +21 66
5 Tottenham 32 18 6 8 65 49 +16 60
6 Man Utd 33 16 5 12 51 50 +1 53
7 Newcastle 33 15 5 13 69 54 +15 50
8 West Ham 34 13 9 12 54 63 -9 48
9 Chelsea 32 13 8 11 61 57 +4 47
10 Bournemouth 34 12 9 13 49 60 -11 45
11 Brighton 32 11 11 10 52 50 +2 44
12 Wolves 34 12 7 15 46 54 -8 43
13 Fulham 34 12 6 16 50 54 -4 42
14 Crystal Palace 34 10 9 15 44 56 -12 39
15 Brentford 34 9 8 17 52 59 -7 35
16 Everton 34 11 8 15 36 48 -12 33
17 Nott. Forest 34 7 9 18 42 60 -18 26
18 Luton 34 6 7 21 47 75 -28 25
19 Burnley 34 5 8 21 37 69 -32 23
20 Sheffield Utd 34 3 7 24 33 92 -59 16
Athugasemdir
banner
banner