mán 17. janúar 2022 11:45
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Mirror 
Bruno óánægður á Old Trafford
Bruno Fernandes, miðjumaður Manchester United.
Bruno Fernandes, miðjumaður Manchester United.
Mynd: EPA
Þetta hefur verið erfitt tímabil fyrir Bruno Fernandes og Manchester United. Portúgalinn var stjarna liðsins á síðasta tímabili en hlutirnir hafa ekki verið að ganga á þessu tímabili.

Ýmsar kenningar hafa verið varðandi það að Bruno sé ekki að finna sig eins vel, meðal annars er talað um að Cristiano Ronaldo hafi stolið sviðsljósinu og að miðjumaðurinn sé í nýju hlutverki í leikkerfi Ralf Rangnick.

Bruno hefur verið í annarri af tíustöðunum í 4-2-2-2 kerfi Rangnick og þarf því að spila talsvert mikið úti á vængnum. Undir stjórn Ole Gunnar Solskjær fékk Bruno meira frjálsræði og var einn í tíustöðinni.

Bruno hefur verið pirraður og hafnaði nýlega tilboði um framlengingu á samningi sínum á Old Trafford. Hann er með 100 þúsund pund í vikulaun, þrefalt minna en Cristiano Ronaldo. Bruno er sagður óánægður sem stendur hjá United en félagið er ekki að stressa sig of mikið á stöðunni þar sem núgildandi samningur hans er til 2025.
Athugasemdir
banner
banner
banner