Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
   mán 17. janúar 2022 18:36
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Lamela fékk Puskas verðlaunin fyrir Rabona markið
Púskas verðlaunin fær sá leikmaður sem skorar fallegasta markið í heimsfótboltanum hvert ár.

Mörg glæsileg mörk komu til greina en aðeins eitt gat sigrað eins og í flest öllum keppnum.

Það var hinsvegar Erik Lamela þáverandi leikmaður Tottenham sem vann verðlaunin í þetta skiptið.

Hann skoraði markið gegn erkifjendunum í Arsenal í Mars og það var einnig valið mark ársins á síðustu leiktíð í deildinni. Markið skoraði hann með svokölluðu 'rabona skoti' en markið má sjá hér að neðan.


Athugasemdir
banner
banner