Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 17. febrúar 2021 17:00
Magnús Már Einarsson
Dómarinn biðst afsökunar á að hafa ógnað leikmanni
Mynd: Getty Images
Dómarinn Darren Drysdale hefur beðist afsökunar á að hafa ógnað Alan Judge, miðjumanni Ipswich, í leik gegn Northampton í ensku C-deildinni í gær.

Darren dómari var að fara að sýna Judge gula spjaldið fyir leikaraskap þegar atvikið átti sér stað.

Á myndbandinu hér að neðan má sjá að Darren var ansi reiður en hann fór með höfuð sitt í átt að höfði Judge. Lloyd Jones, leikmaður Northampton, tók síðan Darren dómara í burtu frá Judge.

„Ég skil það vel að það er mikilvægt fyrir okkur sem dómara að halda ró allan leikinn og að samskipti við leikmenn séu alltaf fagleg," sagði Darren dómari yfirlýsingu í dag.

„Ég er miður minn yfir því sem ég gerði í gærkvöldi og ég get einungis beðið Alan og Ipswich Town afsökunar."

Atvikið má sjá hér að neðan.

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner