Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mið 17. febrúar 2021 09:30
Magnús Már Einarsson
Haaland, Kounde og Valverde orðaðir við Man Utd
Powerade
Erling Braut Haaland
Erling Braut Haaland
Mynd: Getty Images
Rabiot er á óskalista Everton.
Rabiot er á óskalista Everton.
Mynd: Getty Images
Ensku slúðurblöðin eru mætt með allt það helsta í kjaftasögunum.



Manchester United er að skoða Federico Valverde (22) miðjumann Real Madrid. (Sun)

Everton ætlar aftur að reyna að fá Adrien Rabiot (25) miðjumann Juventus í sínar raðir í sumar. (Mail)

Duje Caleta-Car (24) miðvörður Marseille segist hafa hafnað Liverpool í janúar. (Goal)

Kylian Mbappe (22) segist vera ánægður hjá PSG en jafnframt að hann sé að skoða hvað hann geri í framtíðinni. Mbappe verður samningslaus árið 2022. (Metro)

David Alaba (28) vill fara til Real Madrid þegar hann yfirgefur Bayern Munchen í sumar. Alaba er byrjaður að læra spænsku en Real Madrid ætlar að semja við hann af Sergio Ramos fer annað. (Mirror)

Manchester United var nálægt því að fá Dayot Upamecano (22) á 1,9 milljón punda árið 2015. Upamecano fer í sumar frá RB Leipzig til Bayern Munchen. (Mirror)

Christian Pulisic (22) og Hakim Ziyech (27) hafa fengið færri tækifæri eftir að Thomas Tuchel tók við Chelsea og annar þeirra verður seldur í sumar. (Star)

Tottenham þyrfti að greiða 34,8 milljónir punda ef félagið ákveður að reka Jose Mourinho. (A Bola)

Julian Nagelsmann, þjálfari RB Leipzig, og Brendan Rodgers, stjóri Leicester, hafa verið nefndir sem hugsanlegir eftirmenn Mourinho. (Mail)

Daniel Levy, formaður Tottenham, hefur áður reynt að ráða Rodgers og mun væntanlega reyna aftur ef Mourinho verður rekinn. (Eurosport)

Eftir að hafa framlengt samninginn við Mason Greenwood (19) þykir líklegt að Manchester United reyni frekar að fá nýjan miðvörð í sumar eða framherjann Erling Braut Haaland (20) frá Borussa Dortmund heldur en liðsfélaga hans Jadon Sancho. (Express)

Manchester United er að undirbúa 60 milljóna punda tilboð í Jules Kounde (22) miðvörð Sevilla en Real Madrid og PSG hafa einnig áhuga. (Teamtalk)

Real Madrid hefur blandað sér í baráttuna um David Carmo (21) miðvörð Braga í Portúgal. Liverpool reyndi að fá leikmanninn í janúar en viðræður sigldu í strand þá. (AS)

Arsenal er tilbúið að bjóða David Luiz (33) nýjan samning með þeim forsendum að hann komi einnig inn í þjálfaraliðið og spili færri leiki fyrir vikið. (Football.London)

Newcastle er ekki að reyna að fá framherjann Daniel Sturridge (31) þrátt fyrir sögusagnir þess efnis. (Football Insider)

Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, segir engar viðræður hafa átt sér stað um framtíð hans en samningur hans rennur út í lok næsta tímabils. (Mirror)

Marcel Brands, yfirmaður fótboltamála hjá Everton, er nálægt því að gera nýjan samning. (Liverpool Echo)

Joey Barton hefur átt í viðræðum um að taka við Bristol Rovers í ensku C-deildinni. Barton hætti sem stjóri Fleetwood Town á dögunum. (Mail)
Athugasemdir
banner
banner