Klopp hefur áhuga á Malen - Hvert fer Osimhen? - Juventus leitar að manni í stað Pogba - Man Utd og Chelsea berjast um brasilískan miðjumann
   fim 17. mars 2016 21:12
Magnús Már Einarsson
Anton Ari í Grindavík á láni (Staðfest)
watermark Anton Ari Einarsson.
Anton Ari Einarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Grindavík hefur fengið markvörðinn Anton Ari Einarsson í sínar raðir á láni frá Val.

Maciej Majewski varði mark Grindvíkinga í fyrra en hann sleit hásin á dögunum. Anton Ari er nú kominn til Grindvíkinga til að fylla hans skarð.

Anton Ari er uppalinn hjá Aftureldingu en hann gekk til liðs við Val vorið 2014.

Anton hefur undanfarin tvö ár spilað tíu leiki með Valsmönnum í Pepsi-deildinni.

Hann gæti leikið sinn fyrsta leik með Grindavík gegn Haukum í Lengjubikarnum annað kvöld.

Komnir í Grindavík:
Alexander Veigar Þórarinsson frá Þrótti
Anton Ari Einarsson frá Val á láni
Gunnar Þorsteinsson frá ÍBV
Will Daniels frá Ægi

Farnir:
Alejandro Jesus Blazquez Hernandez til Spánar
Alex Freyr Hilmarsson í Víking R.
Angel Guirado Aldeguer til Spánar
Scott Ramsay í GG
Athugasemdir
banner
banner
banner