Aron Einar Gunnarsson og félagar í Al Arabi eru í toppsæti ofurdeildarinnar í Katar eftir 4-1 sigur á Al Sailiya í dag.
Landsliðsfyrirliðinn var á sínum stað í byrjunarliði Al Arabi og lék allan leikinn.
Al Arabi er að eiga gott tímabil í Katar en þessi sigur kom liðinu í efsta sæti deildarinnar með 37 stig.
Aron hefur spilað alla sautján deildarleik Al Arabi á tímabilinu og er auðvitað í A-landsliðshópnum fyrir komandi verkefni.
Rúnar Már Sigurjónsson spilaði þá allan leikinn fyrir Voluntari sem gerði 1-1 jafntefli við Hermannstadt í fallriðli rúmensku úrvalsdeildarinnar.
Liðið er í 3. sæti í fallriðlinum en efstu tvö sætin gefa möguleika á að komast í Sambandsdeildina.
Athugasemdir