Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 17. mars 2023 20:27
Brynjar Ingi Erluson
Lengjubikar kvenna: Þróttur kláraði riðilinn með fullt hús stiga
Freyja Karín skoraði tvö fyrir Þrótt
Freyja Karín skoraði tvö fyrir Þrótt
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
FH 2 - 5 Þróttur R.
0-1 Sierra Marie Lelii ('8 )
0-2 Brynja Rán Knudsen ('20 )
0-3 Freyja Karín Þorvarðardóttir ('36 )
1-3 Elísa Lana Sigurjónsdóttir ('40 )
2-3 Sara Montoro ('61 )
2-4 Ragnheiður Ríkharðsdóttir ('67 )
2-5 Freyja Karín Þorvarðardóttir ('84 , Mark úr víti)
Rautt spjald: Elísa Lana Sigurjónsdóttir , FH ('90)

Þróttur R. vann fimmta og síðasta leik sinn í riðlakeppni í A-deild Lengjubikarsins í kvöld er liðið vann FH, 5-2, í Skessunni.

Þróttarar hafa verið óstöðvandi á undirbúningstímabilinu og er liðið örugglega búið að tryggja sæti sitt í undanúrslit Lengjubikarsins.

Sierra Marie Lelii, Brynja Rán Knudsen og reyja Karín Þorvarðardóttir komu liðinu í 3-0 í fyrri hálfleik áður en Elísa Lana SIgurjónsdóttir minnkaði muninn undir lok hálfleiksins.

Sara Montoro náði öðru marki fyrir FH þegar hálftími var eftir en Þróttarar svöruðu því með tveimur mörkum til viðbótar. Ragnheiður Ríkharðsdóttir skoraði á 67. mínútu áður en Freyja Karín gerði út um leikinn með marki úr vítaspyrnu sex mínútum fyrir leikslok.

Elísa Lana fékk að líta rauða spjaldið í liði FH undir lok leiksins en Þróttarar vinna riðilinn örugglega með 15 stig af 15 mögulegum á meðan FH er í 4. sæti með 3 stig.

Valur eða Þór/KA fylgja Þrótturum í undanúrslit en það kemur í ljós á sunnudag er Þór/KA spilar við Selfoss.
Athugasemdir
banner
banner