Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 17. apríl 2021 11:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Alfons: Ömurlegt ef þeir myndu fresta þessu meira
Alfons Sampsted.
Alfons Sampsted.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Alfons á æfingu með íslenska landsliðinu í snjónum í Armeníu.
Alfons á æfingu með íslenska landsliðinu í snjónum í Armeníu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hægri bakvörðurinn Alfons Sampsted var í viðtali í útvarpsþættinum Fótbolta.net í síðustu viku.

Hann ræddi þar um lífið í Noregi en það hefur verið strangt tekið á hlutunum þar í tengslum við kórónuveirufaraldurinn.

„Það er ekki mikið í gangi. Það er 'lockdown' og æfingarnar eru eitthvað skrítnar. Lífið er svo sem ágætt en það er ekkert mikið að gera," sagði Alfons.

„Rétt áður en ég talaði við ykkur var ég að skella á 'info' fund með liðinu. Staðan er sú að við höfum ekki mátt æfa hingað til. Við fórum í æfingaferð til Spánar um miðjan febrúar og erum búnir að vera þar þangað til í seinustu viku. Þetta er svolítið svæðisskipt; sum lið hafa verið að æfa og sum ekki. Norðmenn eru svo miklir jafnréttissinnar, ef sum lið fá ekki að æfa þá á ekki að byrja deildina."

„Það sem kom úr þessum fundi er að frá og með mánudeginum þá megum við byrja að æfa en við megum ekki nota neina innanhúss aðstöðu. Það verður fundur um æfinguna á Teams, svo mæta allir og fara svo beint heim. Þetta er svolítið mikið bara 'pabbi skutlar á æfingu, þú æfir og svo kemur pabbi að sækja'."

Bodö/Glimt er komið hvað lengst af norsku liðunum í undirbúningi þar sem þeir fóru í langa æfingaferð til Spánar. Það mátti ekki spila í Noregi.

„Það mætti horfa á okkur og Molde. Þeir komust langt í Evrópudeildinni. Parturinn af uppbyggingu fyrir tímabilið eru leikir. Við stöndum hvað best af því að vera í leikformi. Vonandi græðum við eitthvað á því."

Það stendur til að byrja tímabilið 9. maí en það átti að byrja fyrir tveimur vikum síðan. „Það er ekki endanleg tímasetning en þeir eru búnir að setja það niður. Svo var maður að heyra það að það væru einhver lið að biðja um frestun því þeir hafa ekki náð að æfa á fullu og spila æfingaleiki. Ég veit ekki hvað verður úr því. Það væri ömurlegt ef þeir myndu fresta þessu meira, þá yrði þetta þéttara og þéttara."

Getur Bodö/Glimt endurtekið leikinn?
Bodö/Glimt fór á kostum á síðasta tímabili og var langbesta lið Noregs. Liðið hefur misst nokkra lykilmenn og það verður fróðlegt að sjá hvernig þetta tímabil verður hjá Alfons og félögum.

„Við misstum kantmennina okkar og framherjann okkar. Fremstu þrír sem byrjuðu flesta leiki og áttu þátt í einhverjum 60 mörkum saman, þeir eru allir farnir. Varnarlega og upp á miðjuna að gera, þá verður þetta ekki mikil breyting. En að komast inn í hættuleg svæði fram á við verður krefjandi," segir Alfons.

„Þetta er farið að líta ágætlega út myndi ég segja. Við vorum með nokkra unga og einhverja stráka sem hafa verið hérna í smá tíma. Svo keyptum við einn frá Kristiansund og Brassa líka. Ef við gefum þeim þessar þrjár, fjórar vikur og nokkra leiki þá hef ég trú á því að við getum nálgast okkar 'level' frá því í fyrra."

„Það væri gaman að ná upp sömu frammistöðu. Við vorum að spila mjög skemmtilegan fótbolta. Það voru mikil hlaup en á meðan við erum að spila skemmtilegan bolta þá er ekkert mál að hlaupa," segir hægri bakvörðurinn.

Alfons ræddi einnig um íslenska landsliðið en hægt er að hlusta á allt viðtalið hér að neðan.

Sjá einnig:
Alfons tekur þátt í ótrúlegu ævintýri - „Hef aldrei upplifað annað eins"
Hugleiðsla fyrir æfingar hjá langbesta liði Noregs
Útvarpsþátturinn - Alfons, Rúnar Kristins og Meistaradeildin
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner