Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   lau 17. apríl 2021 22:35
Victor Pálsson
Tuchel gaf grænt ljós á áfengi eftir leikinn í vikunni
Mynd: Getty Images
Thomas Tuchel, stjóri Chelsea, leyfði leikmönnum liðsins að fá sér bjór og vín í Seville fyrir viðureign gegn Manchester City sem var spiluð í dag.

„Þeir gátu fengið sér vínsopa eða bjór ef þeir vildu. Það var mikilvægt að geta skipulagt hlutina svona. Þetta var hluti af því að ná sér andlega," sagði Tuchel við blaðamenn en Chelsea tapaði 1-0 gegn Porto á þriðjudag.

Það tap kom þó ekki að sök en Chelsea vann fyrri leikinn 2-0 og fer í undanúrslit Meistaradeildarinnar samanlagt 2-1.

Chelsea vann Man City 1-0 í undanúrslitum bikarsins fyrr í kvöld og mætir Leicester eða Southampton í úrslitum.

Tuchel leyfði leikmönnum að slaka á eftir sigurinn á Porto og taldi það nauðsynlegt fyrir andlega heilsu.

FA bikarinn er mögulega stærsti möguleiki Chelsea á að vinna bikar á þessu tímabili þó að liðið mæti Real Madrid í undanúrslitum Meistaradeildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner