Rodrygo orðaður við Liverpool - Mörg félög í Sádi-Arabíu vilja Casemiro - Dortmund hefur áhuga á Greenwood
   mið 17. apríl 2024 10:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Bjarki Björn aftur til ÍBV (Staðfest)
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
ÍBV hefur fengið Bjarka Björn Gunnarsson aftur á láni frá Víkingi Reykjavík. Bjarki var hjá ÍBV á síðasta tímabili en náði ekki að spila nema ellefu leiki vegna meiðsla.

Bjarki er 23 ára miðjumaður sem lék tvo leiki með Víkingi í Lengjubikarnum í vetur. Hann var svo á bekknum í leiknum gegn Val í Meistarakeppni KSÍ og gegn Stjörnunni í 1. umferð Bestu deildarinnar.

Í fyrra skoraði hann eitt mark fyrir ÍBV sem féll úr Bestu deildinni. Hann viðbeinsbrotnaði sem hélt honum frá vellinum í talsverðan tíma.

Bjarki er samningsbundinn Víkingi út tímabilið 2025.

Næsti leikur ÍBV er gegn Grindavík í Mjólkurbikarnum. Sá leikur fer fram á Hásteinsvelli eftir rúma viku.
Athugasemdir
banner
banner
banner