Barcelona vill fá Kane - Wharton efstur á lista Chelsea - Endrick lánaður til Lyon
   mið 17. apríl 2024 10:00
Ívan Guðjón Baldursson
Casemiro á erfitt með svefn vegna slæms gengis
Brasilíski miðjumaðurinn Casemiro hefur legið undir gagnrýni að undanförnu fyrir slaka frammistöðu innan vallar með Manchester United.

Rauðu djöflunum hefur ekki verið að ganga sérlega vel og eru háværir orðrómar uppi um að Casemiro muni yfirgefa félagið í sumar þó að samningur hans gildi næstu tvö árin - með möguleika á auka ári.

Rauðu djöflarnir eru í baráttu um Evrópusæti en eiga litla möguleika á meistaradeildarsæti þegar sex umferðir eru eftir af deildartímabilinu.

„Þetta er mjög erfitt og það truflar mig að vera ekki að berjast um neinn titil," sagði Casemiro við ESPN í síðustu viku.

„Það er mjög erfitt að vera rúmum 20 stigum eftir toppsætinu. Ég á erfitt með svefn útaf þessu ástandi en svona er raunveruleikinn. Það þýðir ekkert fyrir okkur að hugsa um titilinn eða Meistaradeildina, við þurfum að einbeita okkur að einum leik í einu. Það er eina leiðin út úr þessu."

Rauðu djöflarnir hafa lent í miklum vandræðum undir lok leikja í síðustu umferðum, þar sem þeir töpuðu tveimur stigum gegn Brentford, þremur gegn Chelsea og tveimur gegn Liverpool eftir að hafa fengið mörk á sig seint í leikjunum.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 11 8 2 1 20 5 +15 26
2 Man City 11 7 1 3 23 8 +15 22
3 Chelsea 11 6 2 3 21 11 +10 20
4 Sunderland 11 5 4 2 14 10 +4 19
5 Tottenham 11 5 3 3 19 10 +9 18
6 Aston Villa 11 5 3 3 13 10 +3 18
7 Man Utd 11 5 3 3 19 18 +1 18
8 Liverpool 11 6 0 5 18 17 +1 18
9 Bournemouth 11 5 3 3 17 18 -1 18
10 Crystal Palace 11 4 5 2 14 9 +5 17
11 Brighton 11 4 4 3 17 15 +2 16
12 Brentford 11 5 1 5 17 17 0 16
13 Everton 11 4 3 4 12 13 -1 15
14 Newcastle 11 3 3 5 11 14 -3 12
15 Fulham 11 3 2 6 12 16 -4 11
16 Leeds 11 3 2 6 10 20 -10 11
17 Burnley 11 3 1 7 14 22 -8 10
18 West Ham 11 3 1 7 13 23 -10 10
19 Nott. Forest 11 2 3 6 10 20 -10 9
20 Wolves 11 0 2 9 7 25 -18 2
Athugasemdir
banner
banner