Real Madrid sýnir Mac Allister áhuga - Greenwood eftirsóttur - Mourinho til Tyrklands? - Slot vill fá Silva
   mið 17. apríl 2024 13:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Eiður Atli í ÍBV (Staðfest)
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eiður Atli Rúnarsson er genginn í raðir ÍBV á láni frá HK. Hann er annar leikmaðurinn sem ÍBV krækir í á þessum miðvikudegi því fyrr í dag kom Bjarki Björn Gunnarsson á láni frá Víkingi.

Eiður er 22 ára varnarmaður sem lék 17 leiki í Bestu deildinni á síðasta tímabili og var hann í æfingahóp U21 landsliðsins fyrr á árinu.

Eiður er samningsbundinn HK út tímabilið 2025.

ÍBV féll úr Bestu deildinni og verður því í Lengjudeildinni í sumar. Næsti leikur liðsins er hins vegar í Mjólkurbikarnum eftir rúma viku þegar Grindavík kemur í heimsókn.
Athugasemdir
banner
banner