Real Madrid sýnir Mac Allister áhuga - Greenwood eftirsóttur - Mourinho til Tyrklands? - Slot vill fá Silva
banner
   mið 17. apríl 2024 22:58
Brynjar Ingi Erluson
Guardiola: Sé ekki eftir neinu
Mynd: Getty Images
Pep Guardiola, stjóri Manchester CIty, var eðlilega svekktur eftir að lið hans datt út úr Meistaradeild Evrópu í kvöld, en hann var samt ótrúlega ánægður með spilamennsku liðsins.

Man City var með stjórnina á Etihad-leikvanginum en gat ekki nýtt hana.

Það má ekki taka neitt af varnarmönnum Real Madrid sem spiluðu agaðan varnarleik og héldu Man City í skefjum mest allan leikinn.

Guardiola er alltaf ósáttur við tap en hann gat ekki verið fúll út í sína menn.

„Frá mínum dýpstu hjartarótum langar mig að þakka öllum leikmönnunum fyrir frammistöðuna í kvöld. Fótbolti snýst samt um að vinna og við gerðum ekki nóg þó við höfum verið stórkostlegir.“

„Stundum vinnur maður í vító og stundum getur maður það ekki, en í sjálfum leiknum þá kláruðum við ekki færin sem við fengum. Allir spiluðu á háu stigi. Við sögðum að við þyrftum að vera upp á okkar besta þegar við spiluðum við Real Madrid og það voru þeir svo sannarlega.“

„Ég hefði kosið það að vinna en ég vil samt óska Real Madrid til hamingju. Við gerðum allt sem við gátum þannig ég sé ekki eftir neinu sem við gerðum.“

„Ég, sem þjálfari, hef alltaf sagt að þetta snýst um að skora meira og fá færri mörk á sig en andstæðingurinn. Við gerðum allt, spiluðum frábærlega og því miður gátum við ekki unnið og þannig er það.“
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner