Real Madrid sýnir Mac Allister áhuga - Greenwood eftirsóttur - Mourinho til Tyrklands? - Slot vill fá Silva
   mið 17. apríl 2024 09:23
Elvar Geir Magnússon
Juventus að undirbúa tilboð í Albert
Albert Guðmundsson.
Albert Guðmundsson.
Mynd: EPA
Á blaðsíðu þrjú í Tuttosport er sagt að Juventus sé að teikna upp tilboð í Albert Guðmundsson, leikmann Genoa og íslenska landsliðsins.

Sagt er að ítalska stórliðið hafi þegar rætt við fólk í herbúðum Alberts og sé að setja saman tilboð til Genoa. Juve er sagt vilja bjóða argentínska miðjumanninn Enzo Barrenechea sem hluta af tilboðinu.

Albert er eftirsóttur og allt bendir til þess að hann verði seldur frá Genoa í sumar eftir frábært tímabil í ítölsku A-deildinni þar sem hann hefur skorað fimmtán mörk og átt fjórar stoðsendingar í 32 leikjum.

Reiknað sé með tilboðum frá Inter og Tottenham einnig.

Albert skoraði á mánudaginn af vítapunktinum í 1-1 jafntefli Genoa gegn Fiorentina í Flórens og var í kjölfarið valinn í lið umferðarinnar.


Athugasemdir
banner
banner
banner