Greint var frá því á mánudagskvöldið að Alex Bergmann Arnarsson hefði rift samningi sínum við Njarðvík og væri því ekki lengur leikmaður félagsins.
Alex er varnarmaður sem var samningsbundinn Njarðvík út komandi tímabil. Hann var í byrjunarliðinu í fjórum leikjum í Lengjubikarnum, ónótaður varamaður í fimmta leiknum. Hann var ekki í leikmannahópnum gegn Gróttu í 2. umferð Mjólurbikarsins um helgina.
Á síðasta tímabili var Alex í byrjunarliði Njarðvíkur í 19 af 22 leikjum í Lengjudeildinni.
Alex er varnarmaður sem var samningsbundinn Njarðvík út komandi tímabil. Hann var í byrjunarliðinu í fjórum leikjum í Lengjubikarnum, ónótaður varamaður í fimmta leiknum. Hann var ekki í leikmannahópnum gegn Gróttu í 2. umferð Mjólurbikarsins um helgina.
Á síðasta tímabili var Alex í byrjunarliði Njarðvíkur í 19 af 22 leikjum í Lengjudeildinni.
„Það er margt sem spilar inn í," sagði Alex við Fótbolta.net í dag. Hann segir að hann hafi átt frumkvæðið að því að samningnum yrði rift.
„Ég er í góðri vinnu í bænum, er að klára BS námið núna í vor, á von á barni og ég og konan erum að leita okkur að íbúð."
„Það að vera keyra til Njarðvíkur og til baka er ekkert grín á þessum tíma og því hef ég ekki alveg verið 'all in' í boltanum að undanförnu og sleppti m.a. æfingaferðinni til Spánar."
Sú ákvörðun Alex að fara ekki með í æfingaferðina féll ekkert sérstaklega vel í kramið hjá þjálfarateyminu.
„Þrátt fyrir að það væri mikið að gera var ég alveg tilbúinn að virða samninginn. Eftir æfingaferðina fékk ég hins vegar eiginlega ekkert að spila og ræddi við Njarðvík hvort það væri ekki bara best fyrir báða aðila að samningi yrði rift," sagði Alex.
„Ég er rosa þakklátur Rafni Markúsi og stjórn Njarðvíkur að virða mína ósk og ég hef ekkert nema gott að segja um Njarðvík."
Alex er 24 ára og er í dag að leita sér að nýju liði til að spila með í sumar. Það er áhugi á honum og má búast við ákvörðun um framhaldið á næstu dögum.
Athugasemdir