Guehi til sölu - Everton hafnaði fyrirspurnum í Branthwaite - Wharton falur fyrir 70 milljónir
Óskar Borgþórs hótaði að rífa sig úr að ofan - „Það var bara til að æsa aðeins"
Evrópusætið ekki lengur í höndum Breiðabliks - „Ömurleg tilfinning"
Sölvi Geir virkilega ánægður: Hefur reynst okkur erfiður útivöllur í gegnum tíðina
Samantha: Vildum sýna að við eigum titilinn skilið
Guðni: Hún mun nýtast land og þjóð vel í komandi framtíð
Nik: Fagnaðar dagur fyrir þær í dag
Thelma Karen: Ég þarf að sjá hvað ég ætla að gera
Einar Guðna: Við þurfum að gera betur og lenda ofar
Jóhannes Karl: Þannig er fótbolti
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
banner
   mán 17. maí 2021 22:23
Stefán Marteinn Ólafsson
Logi: Vissum það að við þyrftum að leggja mjög mikið á okkur
Logi Ólafsson þjálfari FH
Logi Ólafsson þjálfari FH
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Fyrst og fremst erum við bara ánægðir með að hafa unnið hérna 3-1 og spiluðum á köflum mjög vel en við spiluðum á móti liði sem er mjög erfitt að spila á móti, þeir berjast eins og grenjandi ljón, eru beinskeyttir í sínum sóknaraðgerðum og spila háum boltum og eru sterkir í loftinu líka," sagði Logi Ólafsson, þjálfari FH, eftir sigur á HK í kvöld.

Lestu um leikinn: HK 1 -  3 FH

„Það var ekkert sem kom okkur á óvart, við vissum það að við þyrftum að leggja mjög mikið á okkur í vinnu án boltans og þyrftum að hlaupa mikið til þess að ná að vinna þá".

Miðjan hjá FH hefur fengið mikið lof og álitinn ein sú sterkasta í deildinni.
„Við erum vel mannaðir þar og sérstaklega bara ánægðir með mörkin sem við skorum, það er góður undirbúningur að þeim og það er ekki síst því að þakka að við erum með góða miðju."

Ágúst Eðvald Hlynsson hefur verið virkilega öflugur í upphafi móts en hann er á láni frá Horsens út júní mánuð.
„Við viljum það auðvitað en það er bara ekkert í okkar höndum, hann er í eigu Horsens og við verðum bara að bíða og sjá og njótum hans á meðan er."

Nánar er rætt við Loga í spilaranum hér fyrir ofan
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner