Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 17. maí 2021 10:53
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Segir Breiðablik hafa greitt 1,7 milljónir fyrir Sölva
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sölvi Snær Guðbjargarson gekk í raðir Breiðabliks í síðustu viku. Hann var keyptur frá uppeldisfélagi sínu Stjörnunni. Samningur Sölva átti að renna út eftir tímabilið en til þess að fá hann strax í sínar herbúðir þurfti Breiðablik að greiða Stjörnunni fyrir leikmanninn.

Kaupverðið á Sölva var til umræðu í hlaðvarpsþættinum Dr. Football í þætti gærkvöldsins.

Kostnaður á leikmannahópi Breiðabliks var til umræðu á 13. mínútu þáttarins þegar nafn Sölva kom upp.

„Sölvi tekinn á 1700 þúsund núna frá Stjörnunni," sagði Hjörvar Hafliðason. „Reyndar 300 þúsund," skaut Kristján Óli Sigurðsson inn.

„Nei 1700 þúsund, það voru nokkur lið með samþykkt tilboð í Sölva og öll með 1700 þúsund. Ég er búinn að tala við nokkur lið og þau buðu öll 1,7 (milljónir). Þau fengu þetta öll samþykkt. Þetta var leikþáttur hjá Stjörnunni til að ýta verðinu upp af því Sölvi vildi bara fara í Breiðablik," sagði Hjörvar.

Sölvi lék sinn annan leik með Breiðabliki í gær þegar hann kom inn á sem varamaður gegn Víkingi.

Sjá einnig:
Sölvi Snær: Ekki óskastaða að vera aðalumræðuefnið út af þessu


Athugasemdir
banner
banner