Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 17. maí 2021 23:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Wijnaldum gagnrýndur fyrir viðbrögð sín við sigurmarki Alisson
Georginio Wijnaldum.
Georginio Wijnaldum.
Mynd: Getty Images
Allt stefnir í það að hollenski miðjumaðurinn færi sig um set í sumar. Samningur hans við Liverpool er að renna út og hann hefur ekki viljað skrifa undir nýjan samning.

Líklegast er talið að áfangastaður hans verði Barcelona þar sem Ronald Koeman stýrir skútunni.

Wijnaldum hefur verið langt frá sínu besta á þessu tímabili og sakaði Graeme Souness, fyrrverandi leikmaður Liverpool og sérfræðingur hjá Sky Sports, hann um að spila ekki af sömu ákefð og áður. Nokkrir aðdáendur lýstu þá yfir óánægju með Wijnaldum í gær þegar Alisson skoraði óvænt sigurmarkið gegn West Brom. Allir leikmenn Liverpool hlupu að Alisson og fögnuðu, á meðan Wijnaldum var hinn rólegasti.

„Honum er virkilega alveg sama," skrifaði einn aðdáandi á Twitter en hér að neðan má sjá nokkur viðbrögð við Wijnaldum frá því í gær.







Athugasemdir
banner
banner
banner