Færist nær því að yfirgefa Man Utd - Barca ætlar að kaupa Rashford - Newcastle hefur áhuga á Ederson
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
   lau 17. maí 2025 21:50
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Alli Jói: Þessi kóngur frábær
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
„Ógeðslega sætt og ógeðslega gaman að vinna. Skemmtilegra að vinna svona dramatískt," sagði Aðalsteinn Jóhann Friðriksson, þjálfari Völsungs, eftir dramatískan sigur á Selfossi í Lengjudeildinni í dag.

Lestu um leikinn: Selfoss 1 -  2 Völsungur

Ívar Arnbro Þórhallsson, markvörður Völsungs, varði víti þegar rúmur stundafjórðungur var til loka venjulegs leiktíma. Hann var dansandi á bakvið Alla þegar viðtalið var tekið.

„Þessi kóngur frábær, ver víti í 1-0, svo náum við inn einhverju grísamarki og fáum svo víti sem við klárum. Þegar þetta er búið þá er þetta gaman," sagði Alli.

„Ívar var frábær og á hrikalega stórt kredit fyrir því að við erum ennþá inn í leiknum. Eftir 90 mínútur er Selfoss liðið sennilega betra liðið en mér gæti ekki verið meira sama."

Völsungur vildi fá vítaspyrnu fyrr í leiknum en ekkert dæmt og það kom rautt spjald á bekkinn fyrir mótmæli.

„Veit ekkert hvað gerðist til að við fengum það. Mér fannst þetta pjúra víti, meira víti en þeir fengu og sem við fáum í uppbótatímanum. Ég upplifi það ekki að það hafi dónaskapur átt sér stað. Mér fannst þetta strangt en kannski eru reglurnar svona," sagði Alli.
Athugasemdir
banner
banner
banner