Liverpool mun ekki selja Chiesa - Völdu Onana fram yfir Ortega - Arsenal líklegasti áfangastaður Stiller - Real Madrid horfir til Bayern
Guðlaugur Victor fer yfir sigurmark Frakka: Ég er nógu hraður til að díla við Mbappe
Daníel Tristan í skýjunum: Það skemmtilegasta sem ég hef gert í lífinu
Skoraði markið umtalaða - „Dómaranum fannst það sem ég skil ekki”
Ísak stoltur og talar um rán - „Ég er bara að drepast”
Vissi að þetta væri rautt: „Sagði strax við strákana að ég ætla að liggja aðeins“
Franskur blaðamaður: Yrði mikið sjokk að vinna ekki Ísland
Kristian: Ekki rétt það sem kom fram um mig
„Ef við byrjum leikina eins og seinni hálfleik getum við gert drullu góða hluti"
Ólafur Ingi stoltur af frammistöðunni - „Fyrir mér glórulaus dómur"
Mikael Egill: Er það ekki bara Frakkinn?
Stefán Teitur: Nei, það er geðveikt
Sverrir Ingi: Bónusleikur fyrir okkur
Ísak Bergmann: Stórt fyrir Skagann á erfiðu sumri
„Mbappé má eiga það að hann er fljótur”
Björgvin Karl: Hefðum átt að klára þennan leik
Óli Kri: Við fengum erfiðan andstæðing í dag
Bjarni Jó: Getum sjálfum okkur um kennt
Völsungur áfram í Lengjudeildinni þvert á allar spár - „Tilfinningin er ótrúlega sæt"
Gústi Gylfa: Hann átti stjörnumóment síðustu tíu
Anton Ingi: Mikill léttir fyrir félagið að ná sigri eftir erfiðleika seinustu vikur
   lau 17. maí 2025 21:50
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Alli Jói: Þessi kóngur frábær
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
„Ógeðslega sætt og ógeðslega gaman að vinna. Skemmtilegra að vinna svona dramatískt," sagði Aðalsteinn Jóhann Friðriksson, þjálfari Völsungs, eftir dramatískan sigur á Selfossi í Lengjudeildinni í dag.

Lestu um leikinn: Selfoss 1 -  2 Völsungur

Ívar Arnbro Þórhallsson, markvörður Völsungs, varði víti þegar rúmur stundafjórðungur var til loka venjulegs leiktíma. Hann var dansandi á bakvið Alla þegar viðtalið var tekið.

„Þessi kóngur frábær, ver víti í 1-0, svo náum við inn einhverju grísamarki og fáum svo víti sem við klárum. Þegar þetta er búið þá er þetta gaman," sagði Alli.

„Ívar var frábær og á hrikalega stórt kredit fyrir því að við erum ennþá inn í leiknum. Eftir 90 mínútur er Selfoss liðið sennilega betra liðið en mér gæti ekki verið meira sama."

Völsungur vildi fá vítaspyrnu fyrr í leiknum en ekkert dæmt og það kom rautt spjald á bekkinn fyrir mótmæli.

„Veit ekkert hvað gerðist til að við fengum það. Mér fannst þetta pjúra víti, meira víti en þeir fengu og sem við fáum í uppbótatímanum. Ég upplifi það ekki að það hafi dónaskapur átt sér stað. Mér fannst þetta strangt en kannski eru reglurnar svona," sagði Alli.
Athugasemdir
banner
banner