
„Ógeðslega sætt og ógeðslega gaman að vinna. Skemmtilegra að vinna svona dramatískt," sagði Aðalsteinn Jóhann Friðriksson, þjálfari Völsungs, eftir dramatískan sigur á Selfossi í Lengjudeildinni í dag.
Lestu um leikinn: Selfoss 1 - 2 Völsungur
Ívar Arnbro Þórhallsson, markvörður Völsungs, varði víti þegar rúmur stundafjórðungur var til loka venjulegs leiktíma. Hann var dansandi á bakvið Alla þegar viðtalið var tekið.
„Þessi kóngur frábær, ver víti í 1-0, svo náum við inn einhverju grísamarki og fáum svo víti sem við klárum. Þegar þetta er búið þá er þetta gaman," sagði Alli.
„Ívar var frábær og á hrikalega stórt kredit fyrir því að við erum ennþá inn í leiknum. Eftir 90 mínútur er Selfoss liðið sennilega betra liðið en mér gæti ekki verið meira sama."
Völsungur vildi fá vítaspyrnu fyrr í leiknum en ekkert dæmt og það kom rautt spjald á bekkinn fyrir mótmæli.
„Veit ekkert hvað gerðist til að við fengum það. Mér fannst þetta pjúra víti, meira víti en þeir fengu og sem við fáum í uppbótatímanum. Ég upplifi það ekki að það hafi dónaskapur átt sér stað. Mér fannst þetta strangt en kannski eru reglurnar svona," sagði Alli.
Athugasemdir