Manchester United tapaði sínum átjánda úrvalsdeildarleik á tímabilinu í gærkvöldi þegar Chelsea sigraði United á Stamford Bridge. 18 tapleikir í 37 leikjum, hvorki meira né minna!
Skallamark Marc Cucurella sá til þess að United sló tvö slæm félagsmet með tapinu í gær.
Í gær varð það staðreynd að United mun ekki ná að vinna tvo deildarleiki í röð á tímabilinu í fyrsta sinn í sögu úrvalsdeildarinnar. United hefur einungis unnið tíu deildarleiki í vetur en versta sigurhlutfallið til þessa var tímabilið 2021-22 þegar liðið vann sextán leiki.
Skallamark Marc Cucurella sá til þess að United sló tvö slæm félagsmet með tapinu í gær.
Í gær varð það staðreynd að United mun ekki ná að vinna tvo deildarleiki í röð á tímabilinu í fyrsta sinn í sögu úrvalsdeildarinnar. United hefur einungis unnið tíu deildarleiki í vetur en versta sigurhlutfallið til þessa var tímabilið 2021-22 þegar liðið vann sextán leiki.
Þetta er líka í fyrsta sinn í sögu úrvalsdeildarinnar sem United er án sigurs í átta leikjum. Í síðustu átta leikjum hefur liðið einungis fengið tvö stig.
Það er verra en Southampton sem hefur fengið þrjú stig á þeim kafla.
„Ég held að stuðningsmenn sem mættu séu ekki reiðir ennþá, menn viðurkenna stöðuna. Í viðtölum viðurkennir stjórinn á hvaða stað liðið er. Þú þarft að vera raunsær, en sýndu tilfinningar og reiði," sagði Roy Keane, goðsögn hjá United, á Sky Sports eftir leikinn. „Stuðningsmenn United munu fara heim til Manchester og hugsa að þetta hafi verið það sem þeir héldu að myndi gerast."
3 - Man Utd's defeat to Chelsea means they will finish this Premier League campaign without winning two matches in a row all season - the third time in the club's history that they've gone an entire league season without winning back-to-back games, after 1893-94 & 1921-22. Dire. pic.twitter.com/mG4ip3z68I
— OptaJoe (@OptaJoe) May 17, 2025
Stöðutaflan
England
Premier league - karlar

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
1 | Liverpool | 36 | 25 | 8 | 3 | 83 | 37 | +46 | 83 |
2 | Arsenal | 36 | 18 | 14 | 4 | 66 | 33 | +33 | 68 |
3 | Newcastle | 36 | 20 | 6 | 10 | 68 | 45 | +23 | 66 |
4 | Chelsea | 37 | 19 | 9 | 9 | 63 | 43 | +20 | 66 |
5 | Aston Villa | 37 | 19 | 9 | 9 | 58 | 49 | +9 | 66 |
6 | Man City | 36 | 19 | 8 | 9 | 67 | 43 | +24 | 65 |
7 | Nott. Forest | 36 | 18 | 8 | 10 | 56 | 44 | +12 | 62 |
8 | Brentford | 36 | 16 | 7 | 13 | 63 | 53 | +10 | 55 |
9 | Brighton | 36 | 14 | 13 | 9 | 59 | 56 | +3 | 55 |
10 | Bournemouth | 36 | 14 | 11 | 11 | 55 | 43 | +12 | 53 |
11 | Fulham | 36 | 14 | 9 | 13 | 51 | 50 | +1 | 51 |
12 | Crystal Palace | 36 | 12 | 13 | 11 | 46 | 48 | -2 | 49 |
13 | Everton | 36 | 9 | 15 | 12 | 39 | 44 | -5 | 42 |
14 | Wolves | 36 | 12 | 5 | 19 | 51 | 64 | -13 | 41 |
15 | West Ham | 36 | 10 | 10 | 16 | 42 | 59 | -17 | 40 |
16 | Man Utd | 37 | 10 | 9 | 18 | 42 | 54 | -12 | 39 |
17 | Tottenham | 37 | 11 | 5 | 21 | 63 | 61 | +2 | 38 |
18 | Ipswich Town | 36 | 4 | 10 | 22 | 35 | 77 | -42 | 22 |
19 | Leicester | 36 | 5 | 7 | 24 | 31 | 78 | -47 | 22 |
20 | Southampton | 36 | 2 | 6 | 28 | 25 | 82 | -57 | 12 |
Athugasemdir