Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
   fim 17. júní 2021 19:55
Victor Pálsson
Southgate: Maguire verður með á morgun
Harry Maguire verður með enska landsliðinu á morgun sem spilar við Skotland á EM 2020.

Maguire missti af fyrsta leik Englands gegn Króatíu en hann meiddist á ökkla fyrir um mánuði síðan.

Það var ekki búist við að Maguire myndi taka þátt í fyrstu tveimur verkefnum Englands en landsliðsþjálfarinn Gareth Southgate hefur staðfest annað.

„Harry verður með á morgun. Við eigum eftir að ákveða hvort hann byrji eða ekki en við erum ánægðir með hans bata," sagði Southgate.

„Hann hefur æft með liðinu í fjóra eða fimm daga og ekkert hefur komið upp."

„Með hverri æfingu þá fær hann meiri trú. Ég held að hann sé á góðum farvegi."
Athugasemdir
banner