mið 17. júlí 2019 08:00
Brynjar Ingi Erluson
De Ligt mættur til Tórínó - Kynntur í dag
Hollenski varnarmaðurinn Mathijs de Ligt er mættur til Tórínó til að skrifa undir hjá ítalska stórliðinu Juventus.

De Ligt, sem er 19 ára gamall, var fyrirliði Ajax og Juventus hafa komist að samkomulagi um kaupverð og verður hann kynntur í dag.

Juventus birti myndir og myndskeið af De Ligt í gærkvöldi er hann lenti í Tórínó.

Hann mun gangast undir læknisskoðun í dag áður en hann verður kynntur á blaðamannafundi á Allianz-leikvanginum.

Kaupverðið er 67,5 milljónir punda og skrifar hann undir langtímasamning.



Athugasemdir
banner