Van de Ven, Mainoo, Gabriel Jesus, Trossard, Mateta, Wharton, Onana og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 17. júlí 2025 13:20
Elvar Geir Magnússon
Eldgosið hefur áhrif á heimaleik Grindavíkur sem er færður í Vogana
Lengjudeildin
Frá Vogaídýfuvellinum.
Frá Vogaídýfuvellinum.
Mynd: Þróttur Vogum
Heimaleikur Grindavíkur gegn Selfossi í Lengjudeild karla hefur verið færður á Vogaídýfuvöllinn í Vogum og Vatnsleysuströnd. Það er heimavöllur Þróttar V. sem spilar í 2. deild.

Leikurinn fer fram annað kvöld, föstudag, klukkan 19:15 og er færður vegna jarðhræringa og eldgoss við Sundhnúksgíga.

Í gær var almannavarnastig fært af neyðarstigi á hættustig. Gosórói fer hægt og rólega lækkandi hjá gosstöðvunum og nær engin skjálftavirkni mælist. Eins og staðan er núna mega íbúar fara til Grindavíkur en bærinn er hinsvegar lokaður almenningi.

Grindavík hefur getað spilað heimaleiki sína á þessu tímabili á sínum eigin heimavelli en þetta er fyrsti leikurinn sem þarf að færa.

Grindavík er með 14 stig í sjöunda sæti deildarinnar, fjórum stigum frá Selfossi sem er rétt fyrir ofan fallsæti. Talsverð spenna er fyrir leiknum, meðal annars vegna þess að Jón Daði Böðvarsson leikur væntanlega sinn fyrsta leik fyrir Selfoss eftir endurkomuna.

Næstu leikir í Lengjudeildinni:

föstudagur 18. júlí
18:00 HK-Þór (Kórinn)
19:15 Grindavík-Selfoss (Vogaídýfuvöllurinn)
19:15 Keflavík-Fjölnir (HS Orku völlurinn)
19:15 Fylkir-Njarðvík (tekk VÖLLURINN)
19:15 Leiknir R.-Þróttur R. (Domusnovavöllurinn)

laugardagur 19. júlí
16:00 Völsungur-ÍR (PCC völlurinn Húsavík)
Lengjudeild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Þór 21 13 3 5 49 - 30 +19 42
2.    Þróttur R. 21 12 5 4 42 - 35 +7 41
3.    Njarðvík 21 11 7 3 47 - 25 +22 40
4.    HK 21 11 4 6 42 - 29 +13 37
5.    ÍR 21 10 7 4 37 - 25 +12 37
6.    Keflavík 21 10 4 7 49 - 38 +11 34
7.    Völsungur 21 7 4 10 36 - 48 -12 25
8.    Grindavík 21 6 3 12 38 - 58 -20 21
9.    Fylkir 21 5 5 11 32 - 31 +1 20
10.    Leiknir R. 21 5 5 11 22 - 39 -17 20
11.    Selfoss 21 6 1 14 24 - 40 -16 19
12.    Fjölnir 21 3 6 12 31 - 51 -20 15
Athugasemdir
banner