Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   lau 17. ágúst 2019 18:55
Ívan Guðjón Baldursson
4. deild: Snæfell skoraði fimmtán
Kristinn Magnús lék með Víkingi Ó. í Inkasso-deildinni í fyrra. Hann setti sex mörk gegn Afríku í dag.
Kristinn Magnús lék með Víkingi Ó. í Inkasso-deildinni í fyrra. Hann setti sex mörk gegn Afríku í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Samherjar náðu góðu 2-2 jafntefli við topplið Bjarnarins í A-riðli 4. deildar í dag. Jafnteflið er sérstaklega merkilegt í ljósi þess að Samherjar voru tveimur mönnum færri þegar þeir gerðu jöfnunarmarkið.

Leikurinn var þó þýðingarlítill enda Björninn búinn að vinna riðilinn og Samherjar fastir í fjórða sæti.

Samherjar voru 0-2 undir þegar þeir misstu fyrri manninn af velli. Fjölnir Brynjarsson minnkaði muninn og fékk Almar Vestmann rautt spjald skömmu síðar. Fjölnir gerði sér lítið fyrir og jafnaði undir lokin og fékk gult spjald fyrir fagnaðarlætin.

A-riðill:
Samherjar 2 - 2 Björninn
0-1 Daníel Þór Ágústsson ('17)
0-2 Stefán Jónsson ('72)
1-2 Fjölnir Brynjarsson ('79)
2-2 Fjölnir Brynjarsson ('85)
Rautt spjald: Árni Gísli Magnússon, Samherjar ('75)
Rautt spjald: Almar Vestmann, Samherjar ('80)

Í B-riðli eru Snæfell og Kormákur/Hvöt komin á toppinn fyrir lokaumferðina eftir auðvelda sigra í dag.

Diego Moreno Minguez gerði þrennu og Ingvi Rafn Ingvarsson tvennu fyrir Kormák/Hvöt í 6-0 sigri á ÍH.

Kristinn Magnús Pétursson gerði þá sex mörk fyrir Snæfell og Matteo Tuta fjögur í 15-0 sigri gegn Afríku.

Snæfell á úrslitaleik við Hvíta riddarann í síðustu umferð en þrjú stig skilja liðin að í toppbaráttunni. Kormákur/Hvöt getur tryggt sig í umspilið með sigri á útivelli gegn Úlfunum, sem eru búnir að vinna þrjá í röð.

B-riðill:
Kormákur/Hvöt 6 - 0 ÍH
1-0 Ingvi Rafn Ingvarsson ('23)
2-0 Diego Moreno Minguez ('37)
3-0 Ingvi Rafn Ingvarsson ('58)
4-0 Diego Moreno Minguze ('79)
5-0 Bergsveinn Snær Guðrúnarson ('89)
6-0 Diego Moreno Minguez ('91)

Snæfell 15 - 0 Afríka
1-0 Elvedin Nebic ('2)
2-0 Kristinn Magnús Pétursson ('3)
3-0 Sigurjón Kristinsson ('5)
4-0 Matteo Tuta ('11)
5-0 Matteo Tuta ('20)
6-0 Kristinn Magnús Pétursson ('22)
7-0 Matteo Tuta ('26)
8-0 Kristinn Magnús Pétursson ('35)
9-0 Elvedin Nebic ('45)
10-0 Matteo Tuta ('59)
11-0 Grzegorz Jan Kicinski ('63, sjálfsmark)
12-0 Sigurjón Kristinsson ('65)
13-0 Kristinn Magnús Pétursson ('75)
14-0 Kristinn Magnús Pétursson ('93)
15-0 Kristinn Magnús Pétursson ('94)

Þá hafði Hörður frá Ísafirði betur gegn Álafossi í C-riðli. Liðin mættust í þýðingarlitlum leik enda bæði um miðja deild, langt frá toppbaráttunni.

C-riðill:
Álafoss 2 - 4 Hörður Í.
0-1 Hjalti Hermann Gíslason ('1)
0-2 Felix Rein Grétarsson ('19)
1-2 Leifur Kristjánsson ('57)
1-3 Guðmundur Arnar Svavarsson ('60)
2-3 Leifur Kristjánsson ('70)
2-4 Ragnar Berg Eiríksson ('92)
Athugasemdir
banner
banner
banner