Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 17. ágúst 2019 12:05
Ívan Guðjón Baldursson
Real Madrid án fimm leikmanna í dag
Mynd: Getty Images
Eden Hazard verður frá í um þrjár vikur vegna meiðsla og mun því ekki spila deildarleik fyrir Real Madrid fyrr en eftir landsleikjahléð í fyrri hluta september.

Hann er þó ekki einn á meiðslalistanum því tveir aðrir leikmenn sem eru nýkomnir til félagsins eru meiddir. Vinstri bakvörðurinn Ferland Mendy verður ekki með og framherjinn Rodrygo Goes ekki heldur. Þeir eru allir að glíma við vandamál aftan á læri.

Marco Asensio er einnig frá vegna meiðsla en hann sleit krossband í æfingaleik í sumar. Hann verður frá þar til næsta vor.

Rodrygo ætti að verða klár í byrjun september á meðan Mendy gæti náð leiknum gegn Real Valladolid um næstu helgi.

Hægri bakvörðurinn Dani Carvajal verður ekki með því hann er í leikbanni fyrir uppsöfnuð gul spjöld.

Þá var Luka Jovic meiddur fyrr í sumar en hann er búinn að ná sér aftur. Takefusa Kubo og Eder Militao eru því einu nýju leikmenn Real sem eru ekki búnir að meiðast.

Real heimsækir Celta Vigo í dag. SIgur kæmi sér sérstaklega vel í ljósi 1-0 taps Barcelona gegn Athletic Bilbao í gær.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner