Kobbie Mainoo, Antoine Semenyo, Brennan Johnson, Marcus Rashford og fleiri koma við sögu
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
banner
   sun 17. ágúst 2025 21:00
Baldvin Már Borgarsson
Ingvar tjáir sig um bekkjarsetuna: Tímasetningin hrikalega súr
Ingvar fór úr æfingapeysunni í dag og stóð á milli stanganna.
Ingvar fór úr æfingapeysunni í dag og stóð á milli stanganna.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Ingvar Jónsson var sáttur með að halda hreinu og sækja 3 stig upp á Akranes í dag og þar með hjálpa Víkingum að komast nær Val í toppbaráttunni í Bestu deild karla.


Lestu um leikinn: ÍA 0 -  1 Víkingur R.

„Við vissum að þetta yrði mjög erfiður leikur.''


„Fótbolti er bara upp og niður, þetta er ekki alltaf kampavín og jarðaber. Við þurftum að sýna karakter eftir erfiðar síðustu vikur, eftir erfitt kvöld í Köben. Við erum ákveðnir í að ætla að snúa þessu við og við vitum að við erum besta lið deildarinnar.''


„Það er ekkert frábært að hafa ekki spilað leik í 4 vikur og spila svo, þjálfararnir ákveða þetta og ég þarf bara að vera fagmaður og styðja við Pálma.''


„Í gegnum tíðina hef ég alltaf dottið í eitthvað "zone" til þess að hjálpa liðinu mínu að vinna svona leiki, auðvitað tímasetningin hrikalega súr en maður grenjar það bara heima hjá sér og mætir með bros á vör í næsta verkefni.''

Nánar er rætt við Ingvar í spilaranum hér að ofan en þar fer hann meðal annars betur yfir samkeppnina við Pálma, bekkjarsetuna undanfarið og vonbrigðin í Köben.


Athugasemdir
banner