Hjulmand helsta skotmark Man Utd - Fulham vill halda Marco Silva - Spænsku risarnir fylgjast með Guehi
Sjáðu það helsta úr spænska: Dramatískur sigur Barcelona og tvö rauð í leik Real
Sjáðu það helsta úr ítalska: Como vann gegn Juventus
Freyr Sigurðsson: Æðislegt að spila með þeim
Jökull: Per tímabil hefur enginn afrekað meira
Rúnar Kristins: Engin brjálæðisleg gulrót
Siggi Hall: Ég er búinn að æfa heima
Túfa um Sigga Lár: Það er ekki í neinum klúbbi ég eða þú
Haddi: Virkilega góður dagur fyrir KA
Kjartan Henry um þjálfarastöðu FH: Mér skilst að það sé búið að ráða í þá stöðu
Siggi Lár ósáttur við viðskilnaðinn: Ég er búinn að reyna að tala við stjórn Vals í allt sumar
Hallgrímur Mar: Var búinn að hugsa um þetta fyrr í leiknum
„Vorum á botninum og höfðum engu að tapa“
Hrannar Snær: Verðum að vona það besta
Segir markmann ÍBV hafa eiginlega kýlt sig og Láka saka sig um dýfur
„Bara eins og maður hafi verið stunginn"
Lárus Orri: Hélt ég myndi ekki standa skælbrosandi á KA vellinum eftir að hafa tapað 5-1
Eiður Aron að flytja suður - „Væri frábært að skilja við liðið í efstu deild og í Evrópukeppni"
Láki fékk rautt - „Finnst allt í lagi að manni sé sýnd virðing“
Jón Þór: Þá skiptir það ekki fokking máli
Óskar lætur stöðutöfluna ekki skilgreina líf sitt - „Sef vel á nóttunni og vakna glaður“
   sun 17. ágúst 2025 21:00
Baldvin Már Borgarsson
Ingvar tjáir sig um bekkjarsetuna: Tímasetningin hrikalega súr
Ingvar fór úr æfingapeysunni í dag og stóð á milli stanganna.
Ingvar fór úr æfingapeysunni í dag og stóð á milli stanganna.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Ingvar Jónsson var sáttur með að halda hreinu og sækja 3 stig upp á Akranes í dag og þar með hjálpa Víkingum að komast nær Val í toppbaráttunni í Bestu deild karla.


Lestu um leikinn: ÍA 0 -  1 Víkingur R.

„Við vissum að þetta yrði mjög erfiður leikur.''


„Fótbolti er bara upp og niður, þetta er ekki alltaf kampavín og jarðaber. Við þurftum að sýna karakter eftir erfiðar síðustu vikur, eftir erfitt kvöld í Köben. Við erum ákveðnir í að ætla að snúa þessu við og við vitum að við erum besta lið deildarinnar.''


„Það er ekkert frábært að hafa ekki spilað leik í 4 vikur og spila svo, þjálfararnir ákveða þetta og ég þarf bara að vera fagmaður og styðja við Pálma.''


„Í gegnum tíðina hef ég alltaf dottið í eitthvað "zone" til þess að hjálpa liðinu mínu að vinna svona leiki, auðvitað tímasetningin hrikalega súr en maður grenjar það bara heima hjá sér og mætir með bros á vör í næsta verkefni.''

Nánar er rætt við Ingvar í spilaranum hér að ofan en þar fer hann meðal annars betur yfir samkeppnina við Pálma, bekkjarsetuna undanfarið og vonbrigðin í Köben.


Athugasemdir
banner