Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   þri 17. september 2019 23:00
Ívan Guðjón Baldursson
Einkunnir Napoli og Liverpool: Stjörnurnar verstar
Koulibaly stöðvaði Salah með öllum tiltækum ráðum.
Koulibaly stöðvaði Salah með öllum tiltækum ráðum.
Mynd: Getty Images
Stórstjörnur Liverpool voru verstu leikmenn vallarins er enska stórveldið tapaði sínum fyrsta leik í titilvörn Meistaradeildarinnar.

Liverpool heimsótti erfiðan útivöll Napoli og tapaði 2-0 en liðin mættust einnig í fyrra og hafði Napoli þá betur 1-0.

Sigur Napoli er þó afar umdeildur þar sem Ítalirnir komust yfir með marki úr vítaspyrnu á 82. mínútu. Vítaspyrnan hefði líklega ekki átt að standa en var þó dæmd og ákváðu dómararnir í VAR-herberginu að grípa ekki inn í.

Sky Sports hefur gefið leikmönnum einkunn og var Kalidou Koulibaly, miðvörður Napoli, besti maður vallarins.

Mohamed Salah, Sadio Mane og Virgil van Dijk voru verstir. Van Dijk gerðist sekur um slæm mistök í uppbótartímanum þegar sending til baka mislukkaðist og rataði á Fernando Llorente sem innsiglaði sigur heimamanna.

Napoli: Meret (7), Di Lorenzo (6), Koulibaly (8), Manolas (6), Mario Rui (7), Callejo (6), Fabian (7), Allan (7), Insigne (6), Lozano (6), Mertens (7).
Varamenn: Zielinski (6), Llorente (7), Elmas (6).

Liverpool: Adrian (7), Alexander-Arnold (7), Matip (6), Van Dijk (5), Roberton (6), Milner (6), Henderson (6), Fabinho (7), Salah (5), Firmino (6), Mane (5).
Varamenn: Wijnaldum (5)
Athugasemdir
banner
banner