Kane til Barca - Arsenal og Barcelona fylgjast með ungstirni - Liverpool með augastað á Kevin - Branthwaite til Man Utd?
   fös 17. september 2021 05:55
Brynjar Ingi Erluson
Spánn um helgina - Toppslagur á Mestalla
Það er komið að fimmtu umferð spænsku deildarinnar og verður boðið upp á toppslag á sunnudeginum en þá mætast Valencia og Real Madrid.

Celta og Cadiz mætast í kvöld og opna umferðina. Cadiz er með tvö stig en Celta aðeins eitt.

Á morgun eru fjórir leikir. Rayo Vallecano spilar við Getafe í hádeginu áður en Spánarmeistarar Atlético Madríd mætir Athletic Bilbao klukkan 14:15. Elche mun þá kljást við Levante og þá mætast Alaves og Osasuna í kvöldleiknum.

Sunnudagurinn býður upp á skemmtilega dagskrá. Evrópudeildarmeistarar Villarreal mæta Real Mallorca í hádegisleiknum og þá mætast Real Sociedad og Sevilla klukkan 14:15.

Betis og Espanyol eigast þá við 16:30 og þá verður toppslagur helgarinnar klukkan 19:00 er Real Madrid heimsækir Valencia en bæði lið eru með 10 stig. Liðin eru jöfn á markatölu en Madrídingar hafa skorað fleiri mörk og því í toppsætinu.

Leikir helgarinnar:

Föstudagur:
19:00 Celta - Cadiz

Laugardagur:
12:00 Vallecano - Getafe
14:15 Atletico Madrid - Athletic
16:30 Elche - Levante
19:00 Alaves - Osasuna

Sunnudagur:
12:00 Mallorca - Villarreal
14:15 Real Sociedad - Sevilla
16:30 Betis - Espanyol
19:00 Valencia - Real Madrid
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Real Madrid 11 10 0 1 26 10 +16 30
2 Barcelona 11 8 1 2 28 13 +15 25
3 Villarreal 11 7 2 2 22 10 +12 23
4 Atletico Madrid 11 6 4 1 21 10 +11 22
5 Betis 11 5 4 2 18 12 +6 19
6 Espanyol 11 5 3 3 15 13 +2 18
7 Getafe 11 5 2 4 12 13 -1 17
8 Alaves 11 4 3 4 11 10 +1 15
9 Elche 11 3 5 3 12 13 -1 14
10 Vallecano 11 4 2 5 12 14 -2 14
11 Athletic 11 4 2 5 11 13 -2 14
12 Celta 11 2 7 2 13 14 -1 13
13 Sevilla 11 4 1 6 17 19 -2 13
14 Real Sociedad 11 3 3 5 13 16 -3 12
15 Osasuna 11 3 2 6 9 12 -3 11
16 Levante 11 2 3 6 15 20 -5 9
17 Mallorca 11 2 3 6 11 18 -7 9
18 Valencia 11 2 3 6 10 20 -10 9
19 Oviedo 11 2 2 7 7 19 -12 8
20 Girona 11 1 4 6 10 24 -14 7
Athugasemdir
banner
banner
banner