Aleksandar Mitrovic gekk til liðs við Al-Hilal í Sádí-Arabíu frá Fulham í sumar en það var búið að liggja lengi í loftinu áður en það var svo loksins staðfest.
Mitrovic hefur farið vel af stað í Sádí-Arabíu en hann hefur skorað fimm mörk í fjórum leikjum.
Hann var í viðtali hjá ítalska miðlinum Gazzette dello Sport þar sem hann hrósaði Al-Hilal mikið.
„Ég sakna ekki Englands, ég spilaði lengi þar en ég er ánægður að vera loksins kominn í stórt félag. Al-Hilal er svolítið eins og Real Madrid í Evrópu. Ég er ánægður að vera kominn hingað og vil vinna titla," sagði Mitrovic.
Athugasemdir