Einkunnir úr helstu leikjum Meistaradeildar Evrópu eru komnar í hús, en Harry Kane er krýndur sigurvegari kvöldsins með 9,9 í einkunn.
Fotmob sér um einkunnir Bayern að þessu sinni. Þýska liðið kjöldró Dinamo Zagreb, 9-2, þar sem Kane gerði fjögur mörk fyrir Bæjara.
Miðillinn gaf Kane 9,9 í einkunn. Jamal Musiala og Michael Olise komu næstir á eftir honum með 9.
Ryan Gravenberch var besti maður Liverpool í 3-1 sigrinum á AC Milan í Mílanó. Sky Sports gaf honum 8, en hann fékk verðlaunin sem maður leiksins frá UEFA eftir leik.
Youri Tielemans var valinn maður leiksins í 3-0 sigri Aston Villa á Young Boys og þá var tyrkneska undrabarnið Kenan Yildiz bestur er Juventus vann PSV, 3-1.
Goal sá um einkunnagjöf Real Madrid sem hafði betur gegn Stuttgart, 3-1. Antonio Rüdiger og Luka Modric fá 8, sem er hæsta einkunn í liðinu, en Ferland Mendy átti slæman dag og fær því aðeins 3.
Einkunnir Aston Villa gegn Young Boys: Aston Villa: Martinez (7), Bogarde (4), Konsa (6), Torres (7), Digne (7), Onana (8), McGinn (7), Tielemans (8), Rogers (8), Watkins (7), Ramsey (8).
Varamenn: Carlos (5), Duran (7), Maatsen, Barkley, Buendia (n/a).
Einkunnir Liverpool gegn Milan: Liverpool: Alisson (7), Alexander-Arnold (8), Konate (8), Van Dijk (8), Tsimikas (7), Mac Allister (8), Gravenberch (8), Szoboszlai (8), Salah (8), Jota (7), Gakpo (8).
Varamenn: Diaz (6), Nunez (6), Gomez (6).
Einkunnir Real Madrid gegn Stuttgart: Courtois (7), Vazquez (4), Carvajal (6), Rudiger (8), Mendy (3), Tchouameni (7), Bellingham (7), Valverde (6), Rodrygo (7), Mbappe (7), Vinicius Jr (6).
Varamenn: Militao (5), Modric (8).
Einkunnir Bayern gegn Dinamo: Neuer (6), Kimmich (9), Upamecano (7), Kim (6), Davies (8), Pavlovic (7), Guerreiro (8), Olise (9), Musiala (9), Gnabry (7), Kane (10).
Varamenn: Ulreich (5), Dier (6), Müller (7), Sane (8).
Einkunnir Juventus gegn PSV: Di Gregorio (6), Kalulu (6,5), Gatti (6,5), Bremer (6,5), Cambiaso (6,5), Locatelli (6,5), McKennie (7), Gonzalez (8,5), Koopmeiners (6,5), Yildiz (8,5), Vlahovic (6,5).
Varamenn: Danilo (6), Thuram (6), Weah (6), Luiz (6), Fagioli (6).
Athugasemdir