Framtíð Ten Hag ákveðin í dag - Zubimendi til City - Liverpool horfir til Frankfurt - Sane aftur til Englands
banner
   þri 17. september 2024 07:00
Brynjar Ingi Erluson
Tvær erlendar yfirgefa HK (Staðfest)
Mynd: HK
Payton Woodward og Asha Zuniga hafa báðar yfirgefið HK en þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu.

Woodward og Zuniga komu báðar til HK fyrir tímabilið og spiluðu stórt hlutverk í liðinu í Lengjudeildinni.

Sú fyrrnefnda er markvörður og spilaði alls fjórtán leiki í deildinni í sumar en Zuniga miðvörður sem lék sautján leiki er HK hafnaði í 4. sæti.

Báðar hafa yfirgefið félagið og er þá aðeins einn erlendur leikmaður eftir á mála hjá HK, Brookelyn Paige Entz, en hún hefur gert 23 mörk í 36 leikjum síðustu tvö tímabil eða síðan hún kom frá Val.




Athugasemdir
banner
banner