Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fim 17. október 2019 13:27
Magnús Már Einarsson
Meiðsli Jóa Berg slæm - Landsleikirnir í nóvember í mikilli hættu
Mynd: Getty Images
Sean Dyche, stjóri Burnley, staðfesti á fréttamannafundi í dag að kantmaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson verði frá keppni í nokkrar vikur.

Jóhann tognaði aftan í læri gegn Frökkum í síðustu viku og Dyche sagði á fréttamannafundi í dag að um alvarlega tognun væri að ræða.

Það þýðir að Jóhann Berg verður væntanlega ekki klár í slaginn þegar Ísland mætir Tyrklandi í undankeppni EM 14. nóvember og svo Moldóvum þremur dögum síðar.

Jóhann Berg hefur verið að glíma talsvert mikið við meiðsli undanfarin tvö ár en hann var nýbúinn að jafna sig eftir tognun á kálfa þegar hann meiddist gegn Frökkum.

Tognunin á kálfa hélt honum frá keppni í landsleikjum Íslands í september síðastliðnum auk þess sem hann missti af leikjum með Burnley.
Athugasemdir
banner
banner
banner