Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 17. október 2019 09:03
Magnús Már Einarsson
Milan Stefán Jankovic yfirmaður knattspyrnumála í Grindavík (Staðfest)
Milan Stefán Jankovic.
Milan Stefán Jankovic.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Knattspyrnudeild Grindavíkur skrifaði í dag undir þriggja ára samning við Milan Stefán Jankovic sem yfirmann knattspyrnumála hjá félaginu.

Milan Stefán er öllum hnútum kunnugur í Grindavík en hann spilaði með meistaraflokki félagsins og hefur þjálfað bæði yngri flokka og meistaraflokk þar í áraraðir.

Í sumar var Milan Stefán aðstoðarþjálfari hjá Keflavík í Inkasso-deildinni en hann er nú mættur aftur á gamlar slóðir í Grindavík.

„Mun starf hans felast m.a. í því að efla gæði þjálfunar hjá félaginu á öllum stigum, sjá um afreksþjálfun allra flokka frá 5. aldursflokki, sinna aukaæfingum og verður báðum meistaraflokkum okkur innan handar í því starfi sem þar fer fram," segir í fréttatilkynningu frá Grindavík.

„Janko þarf svosem ekki að kynna mikið fyrir ykkur fótboltaáhugamönnum. Hann er gríðarlega fær þjálfari eins og allir vita og er með UEFA pro menntun sem er hæsta gráða sem þjálfari getur fengið hjá UEFA. Við bjóðum Janko okkar innilega velkominn til starfa hjá Grindavík."

Sigurbjörn Hreiðarsson tók við meistaraflokki karla hjá Grindavík í vikunni en Ólafur Brynjólfsson verður aðstoðarþjálfari.
Athugasemdir
banner
banner
banner