Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fim 17. október 2019 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Toms eftirlitsdómari í Kópavogi - Fyrst kvenna til að dæma í ensku úrvalsdeildinni
Wendy Toms braut blað í sögu ensku úrvalsdeildarinnar
Wendy Toms braut blað í sögu ensku úrvalsdeildarinnar
Mynd: Getty Images
Árið 1997 varð Wendy Toms fyrst allra kvenna til að dæma leik í ensku úrvalsdeildinni þá 35 ára gömul. Þessi afar áhugaverða kona var eftirlitsdómari á leik Breiðabliks og Paris Saint-Germain í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í gær.

Toms, sem fagnaði einmitt 57 ára afmæli sínu á leiknum í gær, á glæstan feril í dómgæslu.

Hún var aðstoðardómari í ensku úrvalsdeildinni í átta ár og var þá einnig fyrst kvenna til að dæma í úrslitaleik hjá körlum er hún var aðstoðardómari í úrslitaleik enska deildabikarsins milli Leicester og Tranmere árið 2000.

Toms fékk oft ósanngjarna meðferð á ferlinum en skoski stjórinn Gordon Strachan var allt annað en sáttur með að hún hafi fengið að dæma leik Leeds og Coventry árið 1999, leik sem Coventry tapaði 4-3.

„Það eru einhverjar pólitískar rétttrúnaðar ákvarðanir um að koma konum á framfæri í boltanum. Það skiptir mig engu máli hvort það sé kona, karlmaður eða Alsatian-hundur að dæma, ef viðkomandi er ekki með nógu mikinn hraða til að hlaupa eftir línunni þá á sá aðili ekki að fá starfið."

„Þetta var versta ákvörðun hjá aðstoðardómara sem ég hef séð á tímabilinu og ég er búinn að setja það í skýrsluna. Mín skilaboð eru einfaldlega þau að ekki vera með þessar ákvarðanir og koma fólk á framfæri af því bara,"
sagði Strachan og var hann svo harðlega gagnrýndur fyrir orð sín.

Ensku lýsendurnir Richards Keys og Andy Gray voru þá reknir frá Sky fyrir ummæli sem þeir létu falla um Toms og Sian Massey, sem var þá aðstoðardómari í leik Wolves og Liverpool og vísaði í alvarlega kynjamismunun.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner