Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 17. október 2021 08:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fékk fréttir um að Pálmi hefði staðið sig mjög vel
Pálmi og Arnar Númi Gíslason eftir leik með U19 landsliðinu.
Pálmi og Arnar Númi Gíslason eftir leik með U19 landsliðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Markvörðurinn Pálmi Rafn Arinbjörnsson spilaði vel með U19 landsliði Íslands í undanriðli fyrir EM á síðustu dögum.

Íslenska liðið spilaði þrjá leiki og vann tvo þeirra; gegn Slóveníu og Litháen. Pálmi var í markinu í öllum þremur leikjunum og varði meðal annars tvö víti gegn Slóveníu og Ítalíu. Ísland komst í milliriðil með því að ná í sex stig.

Það var fylgst vel með frammistöðu Pálma hjá félagsliði hans, Wolves í Englandi. Þar spilar Pálmi með unglingaliðinu.

„Ég er gríðarlega glaður að Pálmi hafi tekið þátt í þremur leikjum með Íslandi," sagði Steve Davis, þjálfari U18 liðs Wolves, við heimasíðu félagsins.

„Tom Turner, nýr markvarðarþjálfari okkar, sagði við mig að hann hefði staðið sig mjög vel. Ég er því mjög ánægður. Það er góð reynsla að spila við suma af bestu leikmönnunum í hans aldurshópi."

Pálmi er 17 ára gamall og mjög efnilegur. Hann gekk í raðir Wolves frá Njarðvík árið 2019.
Athugasemdir
banner
banner