sun 17. október 2021 16:05
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Kane skoraði sitt fyrsta mark í deildinni á þessari leiktíð
Mynd: Getty Images
Newcastle og Tottenham eigast nú við í ensku úrvalsdeildinni.

Það var draumabyrjun fyrir Newcastle en Callum Wilson skoraði fyrsta mark leiksins fyrir framan nýju eigendurna strax á 2. mínútu.

Ndombele jafnaði metin á 17. mínútu og Harry Kane kom Tottenham yfir fimm mínútum síðar.

Markið fékk að standa eftir skoðun hjá VAR en hann var tæpur á því að vera rangstæður. Kane hefur ekki átt sjö dagana sæla á þessari leiktíð en þetta var hans fyrsta mark í sjöunda leiknum í deildinni.

Markið má sjá með því að smella hér.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner