Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   sun 17. nóvember 2019 20:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Guðni: Möguleiki á að spilað verði í Danmörku eða Færeyjum
Icelandair
Guðni Bergsson í viðtali við Hauk Harðarson.
Guðni Bergsson í viðtali við Hauk Harðarson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Laugardalsvöllur.
Laugardalsvöllur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðni Bergsson, formaður KSÍ, var í viðtali við Hauk Harðarson á RÚV fyrir leik Íslands og Moldóvu sem er núna í gangi.

Þar ræddi Guðni meðal annars um málefni Laugardalsvallar, en það er orðið alveg ljóst að Ísland á heimaleik í umspilinu fyrir undankeppni EM 2020 í mars.

Hvort sá leikur verði á Laugardalsvelli eða ekki, á eftir að koma í ljós.

„Hann verður vonandi á Laugardalsvelli, við vitum það ekki alveg fyrir víst," sagði Guðni.

„Við erum með opinn völl, með okkar gras, í mars. Það á eftir að koma í ljós hvort hann verði spilhæfur, en við ætlum að gera allt til þess að svo verði. Við erum að gera áætlanir með það, að streyma heitu lofti og reyna að gera hvað við getum svo að leikurinn fari fram á Laugardalsvelli."

Það er möguleiki á því að leikurinn fari fram á erlendri grundu.

„Það er alveg möguleiki, hvort sem það verði þá í Danmörku eða Færeyjum."

Guðni segir að Laugardalsvöllur sé barn síns tíma.

„Það er algjörlega kominn tími á að við förum í þessa fjárfestingu upp á framtíðina að gera. Laugardalsvöllur er að upplagi 60 ára gamall, auvðitað hefur hann verið endurgerður að einhverju leyti, en hann er barn síns tíma."

„Við verðum, ef við ætlum að vera samkeppnishæf og standa okkur á þessum vettvangi, þá verðum við að fjárfesta í þessu. Það er kominn tími á það," sagði Guðni á RÚV.

Sjá einnig:
Leikur á Laugardalsvelli í mars - Skoðað hvaða leiðir er hægt að fara
Hvað er hægt að gera með Laugardalsvöll?
Athugasemdir
banner
banner
banner