Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 17. nóvember 2019 07:00
Brynjar Ingi Erluson
Sturlaður fögnuður San Marínó við marki í tapi
Úr leik Skotlands og San Marínó í riðlinum
Úr leik Skotlands og San Marínó í riðlinum
Mynd: Getty Images
Það braust út gríðarlegur fögnuður er landslið San Marínó skoraði á 77. mínútu og minnkaði þar með muninn í 3-1 gegn Kasakstan í gær í undankeppni EM.

Það hljómar kannski furðulegt að fagna marki þegar liðið er að tapa leik en leikmenn San Marínó höfðu ástæðu til.

Liðið hafði ekki skorað í sex ár og gátu því stuðningsmenn og leikmenn fagnað vel og innilega.

Knattspyrnusamband San Marínó ákvað að krydda myndbandið af markinu með því að bæta við Titanic-laginu My heart will go on eftir Celine Dion. Það er eitthvað fallegt við þetta.


Athugasemdir
banner
banner
banner