sun 17. nóvember 2019 07:00 |
|
Sturlaður fögnuður San Marínó við marki í tapi
Það braust út gríðarlegur fögnuður er landslið San Marínó skoraði á 77. mínútu og minnkaði þar með muninn í 3-1 gegn Kasakstan í gær í undankeppni EM.
Það hljómar kannski furðulegt að fagna marki þegar liðið er að tapa leik en leikmenn San Marínó höfðu ástæðu til.
Liðið hafði ekki skorað í sex ár og gátu því stuðningsmenn og leikmenn fagnað vel og innilega.
Knattspyrnusamband San Marínó ákvað að krydda myndbandið af markinu með því að bæta við Titanic-laginu My heart will go on eftir Celine Dion. Það er eitthvað fallegt við þetta.
Það hljómar kannski furðulegt að fagna marki þegar liðið er að tapa leik en leikmenn San Marínó höfðu ástæðu til.
Liðið hafði ekki skorað í sex ár og gátu því stuðningsmenn og leikmenn fagnað vel og innilega.
Knattspyrnusamband San Marínó ákvað að krydda myndbandið af markinu með því að bæta við Titanic-laginu My heart will go on eftir Celine Dion. Það er eitthvað fallegt við þetta.
The goal is even better with a little bit of Céline Dion. #SMRkaz pic.twitter.com/pTmOgY23Pl
— San Marino (@SanMarino_FA) November 16, 2019
Athugasemdir
Nýjustu fréttirnar
12:30
22:54