Liverpool ætlar að gera tilboð í Camavinga - Man Utd vill Valverde - Man City ætlar að fá Semenyo
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
banner
   fös 17. desember 2021 15:07
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Binni lærði mikið á erfiðu tímabili: Fann að ég bætti mig helling
Mynd: Fótbolti.net - Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Ég myndi segja að ég hafi lært mikið af þessu en þetta var auðvitað erfitt tímabil af því ég er ekki búinn að vera vanur því og var meiddist tvisvar á sama stað aftan í læri. Það var frekar erfitt og maður fékk að spila minna. Ég hefði getað gert betur þegar ég fékk að spila en annars var þetta eitthvað sem ég get lært af," sagði Brynjólfur Andersen Willumsson, leikmaður Kristiansund í Noregi.

„Ég var að spila aðeins í byrjun, vorum þrír framherjar þá og skiptum með okkur mínútunum. Það fer þannig að tveir af þeim fara og ég byrja tvo leiki í bikarnum, á að byrja næsta en meiðist síðan fyrir fyrsta leik í deild eftir frí. Það var keyptur inn nýr sóknarmaður og þá var ég kominn í varahlutverk þegar ég kom til baka. Það var erfitt að vera meiddur og vinna í að koma sér í gang. Ég náði aldrei að verða 100% einhvern veginn."

„Ég fann að ég bætti mig helling, fann það á æfingunum eftir að ég kom út, allt öðruvísi þarna og við spiluðum allt öðruvísi en hjá Breiðabliki, nýjar útfærslur og allt það."


Binni ætlar að vinna í því í vetur að reyna bæta mörkum í sinn leik. Hann spilaði ekki allt sumarið sem fremsti maður, spilaði einnig fyrir aftan fremsta mann.

„Ég er alls ekki á heimleið, er að undirbúa mig fyrir undirbúningstímabil með liðinu, tók ekkert slíkt fyrir síðasta tímabil, mætti þrem dögum fyrir fyrsta leik. Núna ætla ég að taka undirbúningstímabilið vel og vera klár í fyrsta leik í deild."

„Ég fíla það að vera atvinnumaður, þetta er skemmtilegt umhverfi og öðruvísi en hér á Íslandi. Ef þú ert að spila leiki þá er það miklu skemmtilegra heldur en þegar þú ert ekki að spila. Þá ertu ekki að gera mikið, ert bara í ræktinni og eitthvað. Annars er þetta mjög gaman."


Binni talar að lokum um U21 árs landsliðið, Pandagang og lokaspurningin var út í pólítík, eðlilega.
Athugasemdir
banner
banner
banner