Chelsea tilbúið að opna veskið - Man Utd horfir til Dortmund, Wolves og Malmö - Zirkzee eftirsóttur
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
   fös 17. desember 2021 15:07
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Binni lærði mikið á erfiðu tímabili: Fann að ég bætti mig helling
Mynd: Fótbolti.net - Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Ég myndi segja að ég hafi lært mikið af þessu en þetta var auðvitað erfitt tímabil af því ég er ekki búinn að vera vanur því og var meiddist tvisvar á sama stað aftan í læri. Það var frekar erfitt og maður fékk að spila minna. Ég hefði getað gert betur þegar ég fékk að spila en annars var þetta eitthvað sem ég get lært af," sagði Brynjólfur Andersen Willumsson, leikmaður Kristiansund í Noregi.

„Ég var að spila aðeins í byrjun, vorum þrír framherjar þá og skiptum með okkur mínútunum. Það fer þannig að tveir af þeim fara og ég byrja tvo leiki í bikarnum, á að byrja næsta en meiðist síðan fyrir fyrsta leik í deild eftir frí. Það var keyptur inn nýr sóknarmaður og þá var ég kominn í varahlutverk þegar ég kom til baka. Það var erfitt að vera meiddur og vinna í að koma sér í gang. Ég náði aldrei að verða 100% einhvern veginn."

„Ég fann að ég bætti mig helling, fann það á æfingunum eftir að ég kom út, allt öðruvísi þarna og við spiluðum allt öðruvísi en hjá Breiðabliki, nýjar útfærslur og allt það."


Binni ætlar að vinna í því í vetur að reyna bæta mörkum í sinn leik. Hann spilaði ekki allt sumarið sem fremsti maður, spilaði einnig fyrir aftan fremsta mann.

„Ég er alls ekki á heimleið, er að undirbúa mig fyrir undirbúningstímabil með liðinu, tók ekkert slíkt fyrir síðasta tímabil, mætti þrem dögum fyrir fyrsta leik. Núna ætla ég að taka undirbúningstímabilið vel og vera klár í fyrsta leik í deild."

„Ég fíla það að vera atvinnumaður, þetta er skemmtilegt umhverfi og öðruvísi en hér á Íslandi. Ef þú ert að spila leiki þá er það miklu skemmtilegra heldur en þegar þú ert ekki að spila. Þá ertu ekki að gera mikið, ert bara í ræktinni og eitthvað. Annars er þetta mjög gaman."


Binni talar að lokum um U21 árs landsliðið, Pandagang og lokaspurningin var út í pólítík, eðlilega.
Athugasemdir
banner