Hjulmand helsta skotmark Man Utd - Fulham vill halda Marco Silva - Spænsku risarnir fylgjast með Guehi
Freyr Sigurðsson: Æðislegt að spila með þeim
Jökull: Per tímabil hefur enginn afrekað meira
Rúnar Kristins: Engin brjálæðisleg gulrót
Siggi Hall: Ég er búinn að æfa heima
Túfa um Sigga Lár: Það er ekki í neinum klúbbi ég eða þú
Haddi: Virkilega góður dagur fyrir KA
Kjartan Henry um þjálfarastöðu FH: Mér skilst að það sé búið að ráða í þá stöðu
Siggi Lár ósáttur við viðskilnaðinn: Ég er búinn að reyna að tala við stjórn Vals í allt sumar
Hallgrímur Mar: Var búinn að hugsa um þetta fyrr í leiknum
„Vorum á botninum og höfðum engu að tapa“
Hrannar Snær: Verðum að vona það besta
Segir markmann ÍBV hafa eiginlega kýlt sig og Láka saka sig um dýfur
„Bara eins og maður hafi verið stunginn"
Lárus Orri: Hélt ég myndi ekki standa skælbrosandi á KA vellinum eftir að hafa tapað 5-1
Eiður Aron að flytja suður - „Væri frábært að skilja við liðið í efstu deild og í Evrópukeppni"
Láki fékk rautt - „Finnst allt í lagi að manni sé sýnd virðing“
Jón Þór: Þá skiptir það ekki fokking máli
Óskar lætur stöðutöfluna ekki skilgreina líf sitt - „Sef vel á nóttunni og vakna glaður“
Óskar Borgþórs hótaði að rífa sig úr að ofan - „Það var bara til að æsa aðeins"
Evrópusætið ekki lengur í höndum Breiðabliks - „Ömurleg tilfinning"
   fös 17. desember 2021 15:07
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Binni lærði mikið á erfiðu tímabili: Fann að ég bætti mig helling
Mynd: Fótbolti.net - Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Ég myndi segja að ég hafi lært mikið af þessu en þetta var auðvitað erfitt tímabil af því ég er ekki búinn að vera vanur því og var meiddist tvisvar á sama stað aftan í læri. Það var frekar erfitt og maður fékk að spila minna. Ég hefði getað gert betur þegar ég fékk að spila en annars var þetta eitthvað sem ég get lært af," sagði Brynjólfur Andersen Willumsson, leikmaður Kristiansund í Noregi.

„Ég var að spila aðeins í byrjun, vorum þrír framherjar þá og skiptum með okkur mínútunum. Það fer þannig að tveir af þeim fara og ég byrja tvo leiki í bikarnum, á að byrja næsta en meiðist síðan fyrir fyrsta leik í deild eftir frí. Það var keyptur inn nýr sóknarmaður og þá var ég kominn í varahlutverk þegar ég kom til baka. Það var erfitt að vera meiddur og vinna í að koma sér í gang. Ég náði aldrei að verða 100% einhvern veginn."

„Ég fann að ég bætti mig helling, fann það á æfingunum eftir að ég kom út, allt öðruvísi þarna og við spiluðum allt öðruvísi en hjá Breiðabliki, nýjar útfærslur og allt það."


Binni ætlar að vinna í því í vetur að reyna bæta mörkum í sinn leik. Hann spilaði ekki allt sumarið sem fremsti maður, spilaði einnig fyrir aftan fremsta mann.

„Ég er alls ekki á heimleið, er að undirbúa mig fyrir undirbúningstímabil með liðinu, tók ekkert slíkt fyrir síðasta tímabil, mætti þrem dögum fyrir fyrsta leik. Núna ætla ég að taka undirbúningstímabilið vel og vera klár í fyrsta leik í deild."

„Ég fíla það að vera atvinnumaður, þetta er skemmtilegt umhverfi og öðruvísi en hér á Íslandi. Ef þú ert að spila leiki þá er það miklu skemmtilegra heldur en þegar þú ert ekki að spila. Þá ertu ekki að gera mikið, ert bara í ræktinni og eitthvað. Annars er þetta mjög gaman."


Binni talar að lokum um U21 árs landsliðið, Pandagang og lokaspurningin var út í pólítík, eðlilega.
Athugasemdir
banner