Gallagher á lán til Man Utd? - Villa hefur áhuga á Johnson - Tottenham hefur hætt við að reyna að fá Semenyo
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
   fös 17. desember 2021 15:07
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Binni lærði mikið á erfiðu tímabili: Fann að ég bætti mig helling
Mynd: Fótbolti.net - Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Ég myndi segja að ég hafi lært mikið af þessu en þetta var auðvitað erfitt tímabil af því ég er ekki búinn að vera vanur því og var meiddist tvisvar á sama stað aftan í læri. Það var frekar erfitt og maður fékk að spila minna. Ég hefði getað gert betur þegar ég fékk að spila en annars var þetta eitthvað sem ég get lært af," sagði Brynjólfur Andersen Willumsson, leikmaður Kristiansund í Noregi.

„Ég var að spila aðeins í byrjun, vorum þrír framherjar þá og skiptum með okkur mínútunum. Það fer þannig að tveir af þeim fara og ég byrja tvo leiki í bikarnum, á að byrja næsta en meiðist síðan fyrir fyrsta leik í deild eftir frí. Það var keyptur inn nýr sóknarmaður og þá var ég kominn í varahlutverk þegar ég kom til baka. Það var erfitt að vera meiddur og vinna í að koma sér í gang. Ég náði aldrei að verða 100% einhvern veginn."

„Ég fann að ég bætti mig helling, fann það á æfingunum eftir að ég kom út, allt öðruvísi þarna og við spiluðum allt öðruvísi en hjá Breiðabliki, nýjar útfærslur og allt það."


Binni ætlar að vinna í því í vetur að reyna bæta mörkum í sinn leik. Hann spilaði ekki allt sumarið sem fremsti maður, spilaði einnig fyrir aftan fremsta mann.

„Ég er alls ekki á heimleið, er að undirbúa mig fyrir undirbúningstímabil með liðinu, tók ekkert slíkt fyrir síðasta tímabil, mætti þrem dögum fyrir fyrsta leik. Núna ætla ég að taka undirbúningstímabilið vel og vera klár í fyrsta leik í deild."

„Ég fíla það að vera atvinnumaður, þetta er skemmtilegt umhverfi og öðruvísi en hér á Íslandi. Ef þú ert að spila leiki þá er það miklu skemmtilegra heldur en þegar þú ert ekki að spila. Þá ertu ekki að gera mikið, ert bara í ræktinni og eitthvað. Annars er þetta mjög gaman."


Binni talar að lokum um U21 árs landsliðið, Pandagang og lokaspurningin var út í pólítík, eðlilega.
Athugasemdir
banner
banner