Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 18. janúar 2020 17:46
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bournemouth í veseni - „Enginn töfrasproti"
Mynd: Getty Images
Það gengur hvorki né rekur hjá Bournemouth þessa stundina og er félagið í fallsæti eftir 23 leiki. Bournemouth tapaði gegn botnliði Norwich, 1-0, í dag.

„Það er engin töfrasproti sem lagar allt. Við verðum að standa saman og halda áfram að berjast. Það eru augnablik sem skipta máli í leikjum. Þessa stundina er allt sem getur farið úrskeiðis að fara úrskeiðis. Þetta er bara eins og það er."

Um rauða spjaldið sem Steve Cook fékk, sagði Howe: „Þetta var furðulegt. Ég veit ekki hvað skal segja. Hann ætlaði ekki að gera það sem hann gerði. Þetta kostaði okkur leikinn. Hann hefur verið svo góður fyrir okkur í gegnum tíðina, ég verð að verja hann."

Rauða spjaldið má sjá hérna. Norwich fékk vítaspyrnu sem Teemu Pukki skoraði úr.

Næsti leikur Bournemouth er gegn Brighton á þriðjudag. „Það stuttur tími á milli leikja. Við vitum hversu stór leikur sá næsti er," sagði Howe.
Athugasemdir
banner
banner