lau 18. janúar 2020 21:54
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Spánn: Mjög svo óvæntur sigur Eibar
Eibar vann Atletico.
Eibar vann Atletico.
Mynd: Getty Images
Eibar gerði sér lítið fyrir og vann Atletico Madrid þegar liðin mættust í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld.

Esteban Burgos kom Eibar yfir á tíundu mínútu og náði Atletico ekki að svara því. Á 90. mínútu skoraði Edu Exposito annað mark Eibar og þar við sat.

Magnaður sigur fyrir Eibar sem er í 16. sæti spænsku úrvalsdeildarinnar með 22 stig. Atletico er í þriðja sæti og er að missa af toppliðunum tveimur, Real Madrid og Barcelona. Atletico er núna átta stigum frá toppliði Real Madrid.

Osasuna gerði þá markalaust jafntefli við Real Valladolid, félagið sem er í eigu brasilísku goðsagnarinnar Ronaldo. Osasuna er í 12. sæti og Valladolid í 15. sætinu.

Osasuna 0 - 0 Valladolid

Eibar 2 - 0 Atletico Madrid
1-0 Esteban Burgos ('10 )
2-0 Edu Exposito ('90 )

Önnur úrslit:
Spánn: Casemiro hetjan gegn Sevilla
Athugasemdir
banner
banner
banner