Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   fim 18. febrúar 2021 14:00
Magnús Már Einarsson
Calvert-Lewin ætti að ná leiknum við Liverpool
Calvert-Lewin hefur skorað þrettán mörk í tuttugu leikjum í ensku úrvalsdeidlinni í vetur.
Calvert-Lewin hefur skorað þrettán mörk í tuttugu leikjum í ensku úrvalsdeidlinni í vetur.
Mynd: Getty Images
Dominic Calvert-Lewin, framherji Everton, snýr væntanlega aftur í liðið í grannaslagnum gegn Liverpool á laugardag.

Calvert-Lewin meiddist í bikarleiknum gegn Tottenham í síðustu viku og hefur verið fjarri góðu gamni í síðustu tveimur tapleikjum gegn Manchester City og Fulham.

Miðjumaðurinn Allan verður einnig klár gegn Liverpool eftir að hafa misst af síðustu leikjum.

„Við vildum frekar gefa Allan einn dag til viðbótar á æfingum frekar en að hafa hann á bekknum. Hann æfði í dag og við vonumst til að hann geti byrjað á laugardaginn. Calvert-Lewin getur líka byrjað held ég," sagði Carlo Ancelotti, stjóri Everton, eftir leikinn í gær.

Miðvörðurinn Yerri Mina er hins vegar á meiðslalistanum og spilar ekki gegn Liverpool.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner