Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 18. febrúar 2021 23:30
Aksentije Milisic
Einkunnir Benfica og Arsenal: Odegaard bestur
Odegaard í baráttunni í kvöld.
Odegaard í baráttunni í kvöld.
Mynd: Getty Images
Benfica og Arsenal gerðu 1-1 jafntefli í fyrri leik liðanna í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í kvöld.

SkySports gaf leikmönnum einkunnir fyrir frammistöður sínar í kvöld og má sjá þær hér neðst í fréttinni.

Hjá Benfica stóð varnarlínan fyrir sínu en allir þeir ásamt markverðinum, fá sjö í einkunn. Á meðal þeirra eru þeir Nicolas Otamendi og Jan Vertonghen.

Martin Odegaard var valinn maður þessa leiks en hann þótti einkar skapandi og fór laglega með knöttinn. Þá fengu þeir Hector Bellerin, Cedric Soares, Dani Ceballos, Granit Xhaka, Buyako Saka og Emile Smith-Rowe allir sjö í einkunn.

Peirre-Emeric Aubameyang fékk sex í einkunn en hann klúðraði nokkrum góðum færum í kvöld og þá einu algjöru dauðafæri.

Benfica: Leite (7), Verissimo (7), Otamendi (7), Vertonghen (7), Goncalves (6), Taarabat (6), Weigl (6), Pizzi (7), Grimaldo (6), Waldschmidt (6), Nunez (6).

Varamenn: Rafa (7), Seferovic (6), Everton (7), Gabriel (6), Chiquinho (6).

Arsenal: Leno (6), Bellerin (7), Luiz (6), Gabriel (6), Cedric (7), Ceballos (7), Xhaka (7), Saka (7), Odegaard (8), Smith Rowe (7), Aubameyang (6).

Varamenn: Tierney (6), Pepe (6), Martinelli (6)
Athugasemdir
banner
banner